Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 10

Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 10
5G NÁTTÚRUFRÆÐINGUKINN ast fyrir tilverknað glóðarvírsins og verða að prótónum, sem fara á hreyfingu vegna þess, að annað málmhylkið liefir gagnstæða hleðslu við þær og þær leita þangað, en vegna segulsviðsins verða brautirnar, sem prótónurnar fara eftir, hringlaga. Nú er það riðstraumur, senr tengdur er við hylkin, og er því spenna þeirra stöðugt að breytast úr viðlægri í frádræga og úr frádrægri í viðiæga og því prótrónurnar á sífelldu ferðalagi úr einni öskjunni í aðra og auka stöðugt við hraða sinn. Er því þannig fyrir komið, að í hvert sinn, sem prótónan er komin inn í aðra öskjuna, hefir hin askjan gagnstæða spennu og togar prótónuna til sín, en hin askjan hrindir henni frá sér. Vegna hraðaaukningarinnar gætir miðflóttaaflsins í vaxandi mæli, svo að brautin, sem prótónan verður að fara hverju sinni, lengist með auknum liraða hennar, og það þannig, og það er mergurinn málsins, að umferðartíminn verður sá sami fyrir allar prótónur, hvar sem þær eru í hylkinu. Að endingu fara prótónurnar í gegnum málmþynnu og út úr tækinu, en þar er komið fyrir plöt- unni P, sem hlaða má rafmagni þannig, að hún rétti úr brautunum. Síðan er skeytunum beint að einhverjum skotspæni og árangurinn rannsakaður. Hafa ýmsar merkar uppgötvanir verið gerðar með áhaldi þessu, enda er það stórvirkara á sínu sviði en önnur tæki, sem þekkt voru fram til þess tírna. Árið 1934 gerðu þau hjónin, Irene Curie og F. Joliot, sem vinna við hina frægu Radium-stofnun í París, þá uppgötvun, að unnt er að gera frumelni geislavirk með skotliríð hraðfleygra skeyta, enda þótt frumefnin hafi upphaflega ekki verið geislavirk. Þótti þegar sýnt,

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.