Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
61
nærri. Gagnvart neutrónum verkar kjarninn því seni liola, sem
neutrónurnar geta f'allið ofan í. Með tilraunum hefir verið sýnt að
vídcl holunnar, þ. e. þvermál kjarnanna, eru mjög mismunandi fyrir
ólíka kjarna og ennfremur að þvermálin eru breytileg hjá sömu
kjörnum eftir því hver er hraði neutrónanna, þvermálin eru ntjög
stór ef hraðarnir eru litlir, en lítil ef hraðarnir eru miklir. Hægfleyg-
ar neutrónur lenda því auðveldlega innan í kjörnunum en lirað-
fleygar miklu síðar. Kemur þetta t. d. fram í því, að hægar neutrónur
valda margvíslegum kjarnbreytingum, en þær hraðfleygu sjaldnast.
ftalski eðlisfræðingurinn Enrico Fermi varð fyrstur til þess að hag-
nýta þessi skeyti til kjarnbreytinga og það þótt hann að menntun og
starfi væri fyrst og fremst stærðfræðilegur (teoretiskur) eðlisfræðing-
nr en ekki tilraunaeðlisfræðingur (experimental-eðlisfræðingur).
Rutherford lét þess getið eitt sinn er tilraunir Fermi’s voru á döf-
inni, að sýnilega helði Fermi umbreytzt úr stærðfræðilegum eðlis-
fræðingi ylir í tilraunaeðlisfræðing, og væri þetta enn eitt dænti þess,
sem skeð gæti á sviði atómabreytinganna.
Jafnhliða því, sem kjarnarnir senda frá sér ýmsar agnir, senda þeir
einnig oft frá sér mjög bylgjustutta geislun, gamma-geisla. Sú geisl-
un er til orðin við það að frumagnir kjarnanna skipa sér niður á nýj-
an hátt innan kjarnanna eftir að agnirnar hafa senzt úr þeim. Losn-
ar þá oft orka, sem birtist sem gamma-geislun.
Einna vandasamast virðist það ætla að verða að finna viðunandi
eðlisfræðilega skýringu á því hvernig beta-geislunin — hraðfleygar
elektrónur — er til orðin, en kjarnar þungu frumefnanna eiga það
oft til að geisla þeim frá sér. Hins vegar geta kjarnar léttu frumefn-
anna sent frá sér livort tveggja, bæði elektrónur og pósítrónur. Ýrnsir
hal'a bent á að hugsanlegt væri, að neutrónan sé samsett tir einni
prótrónu og einni elektrónu. Til þess gæti bent það, að þungi neu-
trónunnar (1.0090) er aðeins meiri en þungi prótónunnar (1.0081)
og að hleðsla neutrónunnar er engin. Myndi þá útgeislun beta-geilsa