Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1946, Blaðsíða 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 75 Það hafa orðið skipti, þannig að liver einstakur hluti trésins hefir ekki náð hinum háa aldri. Fura lifir stundum 200—250 ár. En hver einstök fruma lilir miklu skemur, t. d. 20—25 ár. Frumur fæðast stöð- ugt og aðrar dey ja meðan líf trésins endistv Með aldrinum eykst yfir- borð trésins, en lifandi vefir þess þverra hlutfallslega, er innri hlutar þess deyja og eyðast. Getur þetta, ásamt erfiðleikum á matarflutn- ingi um hið stóra tré, verið ein af orsökum elli og hrörnunar. Sé tals- vert af greinum sniðið, smám saman af trénu, lengist líf þess, ef séð er um að verja sárin fyrir sóttkveikjum. Styður sú staðreynd fyrr- nefnda skoðun. Hinir dauðu velir trésins eru ekki gagnslausir. Þeir halda því saman og auka styrk þess. Ef græðlingar eru teknir af trénu og gróðursettir, má segja að það sé eilíft, því að græðlingarnir eru hlutar af því. Með þessu móti er séð um að það verði aldrei of stórt, þ. e. við minnkum það og yngjum beinlínis upp með græðlingunum. Frælausum banönum t. d. er jafnan l jölgað með græðlingum og verður ekki séð að þeir missi ncitt af h'fsþrótti sínum við þá fjölgun- araðferð. Sama rná segja um hina kynlausu fjölgun kartaflnanna. Allar kartöflur undan sama grasi eru eins að eðlisfari. Stærðarmunur og annar útlitsmunur stalar af áhrifum lífskjaranna. Þær eru allar hlutar af sömu móður; erfa alla kosti hennar og galla — og lifa „ei- líflega" að kalla má. Krýningarblóm eða nellika er venjulega orðin ellihrum 6—7 ára. En við endurnýjum hana með því að sníða af henni græðlinga og gróðursetja þá. Þannig má telja að hún geti lifað í aldir eða þúsundir ára í raun og veru. Lavender-runninn, sem ræktaður er mikið erlendis, er fremur skammlíftir. En sé hann árlega jafnaður og klipptur lifir hann miklu lengur. Næsta lítið er eiginlega vitað um aldur margra fjölærra jurta. Þegar jurt deyr geta orsakirnar verið margar og ekki alltaf elli- dauði. Hefir t. d. óheppilegt veðurfar og ýmsir kvillar eða áföll æði oft hönd í bagga. Algengt er líka að villt jurt er fjölær, en ýms rækt- uð afbrigði hennar einær eða tvíær. Nú eru ræktuðu afbrigðin oit blómastærri; en hin villtu bera iðulega fleiri blóm, svo að orkueyðsla beggja virðist svipuð. Villikál er venjulega fjölært, og getur borið urmul fræja. í stórvöxnu villikáli hafa verið taldir rúmlega 5 þúsuncl skálpar eða fræbelgir, með 14 fræjum í hverjum að meðaltali. Gæti sú jurt þannig hafa fætt af sér yfir 70 þúsund niðja! En auðvitað hafa ekki öll fræin náð fullum þroska og ljöldi hinna hefir misfarist á ýmsa vegu. — Niðjar villikálsins, ræktuðu káltegundirnar, eru aðeins tvíærar. Virðist einhver erfðamunur koma þar til sögunnar. Ræktunarskilyrði geta stundum haft áhrif á aldur jurta. Kaliforn- íu-draumsóleyin (Eschschadhias) er falleg, einær skrautjurt, sem olt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.