Náttúrufræðingurinn - 1946, Side 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 81
Slendur A nuiltíð (Fot. E. Sigurgeirsson).
ið hreinu. 3. júlí er unginn sjálfur farinn að gæta alls þrifnaðar í
hreiðrinu og fylgist af athygli með ferðum foreldra sinna. 4. júlí, 12
dögum eftir að ltann skreið úr eggi, fer unginn úr hreiðrinu, en verð-
ur fyrst um sinn að gera sig ánægðan með að stökkva grein af grein,
því að enn er hann ekki orðinn fleygur; eins og áður var tekið fram
annast karlfuglinn einn uppeldi hans. 5. júlí: Unginn er liættur að
leita hreiðursins og einnig eru foreldrar hans hættir að sitja hjá hon-
um að nóttu, en eru þó jafnan ekki langt undan. 8. júlí, 16 daga gam-
all, fer unginn að fljúga, en er þó ekki enn farinn að eta neitt upp á
eigin spýtur. Þann 9. júlí flýgur hann frarn og aftur um fuglagirðing-
una og er nú farinn að eta, en kann þó vel að rneta bita og bita frá
föður sínum. 15. júlí er ungi fuglinn orðinn furðu stór og sjálfstæð-
ur, en samt fylgist karlfuglinn enn með honum. 18. júlí, eða þegar
unginn er 26 daga gamall, er forsjá og umönnun foreldranna að
fullu og öllu lokið, og annast ungfuglinn sig upp frá þessu að öllu
leyti sjálfur. Um þetta leyti fara og foreldrar lians að fella fjaðrir.
Síðari athugunin staðfestir og fyllir upp í fyrri athugunina á liinn
heppilegasta hátt, en útilokar þó heldur ekki að tilbrigði geti átt sér
stað um ýrnis atriði. Hjá þeim hjónum, sem nú voru athuguð, var
karlfuglinn að dómi Kristjáns Geirmundssonar af rostrata-kyni, en
kvenfuglinn af ljósara (og að því er virtist stærra) kyni. 16. júní hefur
kvenfuglinn lireiðurgerðina, og er henni lokið þ. 19. Þann 20. júní
G