Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 38

Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 38
84 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN í miðjunni. í stöngli og rótum margra jurta eru sérstök svæði, þar sem frumurnar jafnan eru að skipta sér. í trjám og runnum liggur vaxtarlagið milli barkar og viðar gegnum æðastrengina líkt og hring- ur eða gjörð. Frá þessu lagi eru runnar rætur græðlingsins og sprot- ar. Vaxtarfrumurnar nrynda lag til hlífðar á sárflötinn og þaðan vaxa síðan nýju ræturnar. Sumir _ætla að hlífðarlagið á sárfletinum mynd- ist bezt ef moldin sé loftlítil og að það sé þess vegna, sem oft reynist vel að rennvökva græðlinga fyrst í stað, því að bleytan minnkar loft- ið í jarðveginum. Græðlingar ýmsra tegunda festa mjög misjafnlega rætur. Sumir eru auðgróa eins og t. d. græðlingar af víði, ribsi, rós- um o. fl. Aðrir, þar á meðal birki og reynir, eiga mjög erfitt með að festa rætur, svo að ekki borgar sig að taka af þeim græðlinga. Að jafn- aði eiga græðlingar mergmikils trjágróðurs erfiðara með að skjóta rótum, heldur en merglitlar tegundir. F,n fleira kemur liér til greina. Alkunnugt er hve auðvelt reynist að fá víði-græðlinga til að festa rætur. Það er einkum að þakka vísi til róta, sem eru hér og þar á stönglum og greinum lians. Ræturnar voru 1 ítt þroskaðar meðan greinin var laufsproti á móðurplötnunni, en jafnskjótt og þær koma í raka mold, gefst þeim tækifæri til að þroskast eins og venjulegar rætur. — Túlípana-laukar eru líka græðlingar í raun og veru. Þeir leyna ófullkomnum rótum meðan til í vefjunum — og eru mjög auð- gróa. En ekki eru svona sofandi rætur á öllum auðgróa gróðri eða jurtahlutum. Eru einnig ýmsir hlutar jurtanna mishæfir til kynlausrar fjölgun- ar. Þannig gengur t. d. vel að fjölga Bjarnarþistli (Acanthus) og uxatungu (Anchusa) með rótargræðlingum, en erfiðlega reynist það að fá aðra hluta þessarra tegunda til að skjóta rótum. Sumum jurt- um er fjölgað með blaðgræðlingum, t. d. begóníum og gloxiníum. Er þetta hin eðlilega fjölgunaraðferð sumra tegunda, eins og Bryophyllum og Kleinía. Ágræðsla er algeng f jölgunaraðferð. Er þá sproti lagaður til í neðri endann og græddur á aðra plöntu, eins konar fóstru. Verða auðvitað hlutarnir, sem gróa eiga saman, að falla vel livor að öðrum, traust- lega bundnir saman, og er síðan oft borið á plöntuvax til þéttingar samskeytunum. Stundum er aðeins eitt brum grætt á fóstruna (brum- græsðla). Er ágræðsla mjög mikið notuð við fjölgun ávaxtatrjáa, rósa o. fl, einkum kynblendinga, sem erfitt er að fjölga með fræjum, eða jafnvel ófært með öllu. Kaktusa er auðvelt að græða saman og gera það margir til gamans. Má framleiða hinn kynlegasta gróður á þenn- an hátt. Erfðir breytast ekki við ágræðslu, en samt geta græðikvistur og fóstra haft talsverð álirif hvort á annað. Getur munað afarmiklu á

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.