Náttúrufræðingurinn - 1946, Síða 41
NÁTTÚRUFRÆ.ÐINGURINN
87
Ólafur Jónsson:
Frá Kverkfjölíum
Kverkfjöll rísa þverbrött og hjarni þakin úr norðurbrún Vatna-
jökuls, og klofnar jökulbreiðan, sem sígur frá hájöklinum norður á
hásléttuna, um þau, svo þar verður djúpt vik inn í jökulinn. Norð-
austur frá Kverkfjöllum gengur hálendi, raðir af fellum og fjalla-
hryggir með mörgum tindurn og skörðum, Kverkfjallaraninn, og ná
liæstu tindarnir upp í 1300—1400 m hæð, en hæstu nibbur Kverk-
fjallanna eru yfir 1900 m liáar. Suðvestur af fjöllunum gengur líka
hálendishryggur undir jöklinum, Kverkfjallahryggur, allt suðvestur
til Bárðarbungu. Allt virðist þetta einn samhangandi fjallgarður, og
eru Kverkfjöll vafalaust markverðasti hluti hans.
Það er ekki ætlun mín, að rita hér nákvæma lýsingu á Kverkfjöll-
urn. Hana er að finna í bók minni, Ódáðahraun, og þar er einnig
rakin l'erð mín í fjöllin 1941. Mætti ætla, að engu teljandi'væri þar
við að bæta. Þó er það svo, að ein ferð í Kverkfjöll getur ekki, jafn-
vel þótt heppnin sé með, veitt tæmandi þekkingu á fjöllunum, og
svo eru breytingarnar all-hraðstígar þar í ríki elds og ísa, svo sú lýs-
ing, sem var í fullu gildi í gær, er það ef til vill tæplega í'dag og alls
ekki á morgun.
í þessari grein verður aðallega rætt um, hvaða breytingar hafa
orðið á aðaljarðhitasvæðinu í Kverkfjöllum, frá því að eg skoðaði
það í byrjun ágúst 1941 og þar til eg konr þar annað sinn 9—10. júlí
í sumar, svo og urn, livað ný.tt eg sá í Kverkfjöllum og nágrenni
þeirra í þessari síðari ferð minni.
Kverkfjöll eru stundum aðgreind í Austur- og Vesturfjöll, og
skilur Kverkin, hamrahlið norðan í fjöllunum, sem skriðjökull
fellur fram um, á nrilli þeirra. Kverkin er vafalaust sprunga eða
gjá, er liggur sem djúp lægð suðvestur gegnum fjöllin og klífur
norðvesturhlið þeirra frá meginfjöllununr. í þessari norðvesturhlið,
sem oft er kölluð Vesturfjöllin, er aðal jarðlritinn, þótt lrans verði
líka vart aíistan við Kverkina og norðaustur af fjöllununr, senr síðar
verður vikið að.
Aðal jarðhitasvæðið í Kverkfjöllunr er í sprungu eða öllu heldur
sprengidal, sem liggur eftir mest allri norðvesturhliðinni, skammt
neðan við fjallsbrúnir. Franrhald sprungu þessarar liggur norður
Kverkfjallaranann vestanverðan. Nyrsti hluti jarðhitasvæðisins er