Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 4
146
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Stærð norsku vorsíldarinnar er yfirleitt 32.5—33.5 cm og fer
vitanlega eftir aldrinum. Einstaka síld getur komizt upp í 39.5 cm,
en það verður að skoðast liámarksstærð.
Þegar hrygningu er lokið, hverfur síldin af hrygningarstöðvunum
og leitar til hafs. Hún virðist þá ganga norður með ströndinni, og
hefur stundum tekizt að veiða liana í maí—júní á svæðinu frá Há-
logalandi til Vesturálsins, en síðar hverfur hún til hafs í ætisleit
sinni. Eftir það fara fáar sagnir af ferðurn hennar aðrar en þær, að
af skipum sjást oft miklar síldartorfur á miðju sumri á svæðinu
milli Jan Mayen, Bjarnareyjar og Svalbarða. Rannsóknir á sýnis-
hornum af þessari síld Iiafa leitt í Ijós, að hún er af norskum upp-
runa. Út frá þeirri staðreynd höfum við rnyndað okkur skoðanir
á göngum síldarinnar, þegar hún er í hafi.#
Norðurlandssíldin. Norðurlandssíldin dregur nafn sitt af veiði-
stöðvunum, sem eru úti fyrir norður- og jafnvel norðvesturströnd
íslands. Hún veiðist á sumrin, þegar segja má, að síldveiðar við
Noreg liggi niðri, og er það norskum fiskimönnum mjög til þæg-
inda, með því að þeim gefst þannig tækifæri til þess að taka þátt
í veiðinni við ísland ásarnt fiskimönnum annarra þjóða, sem þarna
eru að verki. Eftir þroska kynfæranna að dæma (III—IV stig á
sumrin) hrygnir Norðurlandssíldin á vorin. Á hinn bóginn hefur
ekki tekizt að finna hrygningarstöðvarnar þrátt fyrir ötula leit að
þeirn við ísland, og hafa því ýmsar getgátur og skoðanir verið.settar
fram um þetta efni.
íslenzki fiskifræðingurinn Árni Friðriksson hefur tekið Norður-
landssíldina til sérstakrar meðferðar í bók sinni um hana.* **# Gerir
hann þar grein fyrir niðurstöðum íslenzku síldarrannsóknanna.
Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að meginhluti Norðurlandssíld-
arinnar ldjóti að hrygna við Noreg, þótt það þurfi ekki endilega
að vera þar, sem aðalsíldveiðar Norðmanna fara fram á veturna, við
vesturströnd Suður-Noregs, heldur megi telja líkur til, að það sé
norðar. Norska fiskifræðinga hefur fram til þessa skort gögn til
þess að dæma um, hvort skoðun þessi er rétt eða ekki. Norskar síldar-
rannsóknir hafa þó leitt í ljós, að síld hrygnir við Træna-ströndina
og Vestur-Lófót, en við vitum ekki, hversu fyrirferðarmikil sú
* Einar Lea: Tlie Oceanic Stage in the Life History of the Norwegian Herring
(Journal du Conseil Vol. IV No. 1, 1929).
** Árni Friðriksson: Norðurlandssíldin (TJte Herring of the North Cóast of Iceland).
Rit Fiskideildar 1944, Nr. 1.