Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 38
180 NATTl'RIJ FR/F.tí IN G URINN mikið um árangur þessara frægu rannsókna, bæði á norsku (At- lanterhavet) og enskn (The Dépths of the Ocean), en það má lieita ,,klassiskt“ í sinni röð. Árið 1906 varð Hjort fiskimálastjóri (Fiskeridirektör) Norð- manna, og sinnti hann því starfi jafnhliða fiskifannsóknnnum í 11 ár. Þannig gegndi hann ábyrgðarmesta starfi norskra útgerðar- mála á einhverju gróskuríkasta tímabili í sögu þeirra, þegár nýtízku vélar tóku við störfum af segli og ár. Eltir að Hjort lét af störfum í Björgvin 1917, dvaldist hann um fjögurra ára skeið við rannsóknastörf utan Noregs. 1921 hvarf hann aftur lieim og varð þá prófessor í „marinbiologi" við háskólann í Osló. Lét lrann síðan hvalveiðamálin mikið til sín taka, gerðist formaður hvalveiðinefndarinnar norsku 1923 og tók þátt í rann- sóknaleiðangri um Suðurhöf. Þess er enginn kostur hér að minnast hinna fjölþættu rannsókna- starfa, sem eftir Hjort liggja, né hinna fjölmörgu bóka hans og ritgerða. Aðeins skal þess getið, að hann gat sér góðan orðstír fyrir rækjurannsóknir sínar. Tókst honum að finna mörg rækjnmið, sem eigi voru þekkt áður. Varð þetta til þess, að honum var boðið til Bandaríkjanna, og tókst Iionum einnig að finna rækjumið þar við austurströndina. Einn merkasti þáttur í lífsstarfi Johans Hjorts er skerfur hans til Alþjóðahafrannsóknanna, sem hann helgaði krafta sína í hálfa öld og veitti lorstöðu síðustu 10 ár ævi sinnar (1938—1948). Átti hann drjúgan þátt í lausn Faxaflóamálsins, og nutum við Islend- ingar þar víðsýni Iians og atorku. Hann átti sæti í Faxaflóanefnd fyrir hönd Norðmanna og kom hingað með nefndinni í júlí 1939. Mér verður alltaf ljúft að minnast samvinnu minnar við Joh. Hjort og 10 ára kynna minna af honum. í huga mínum mun lifa myndin af stórbrotnu glæsimenni, víðsýnum hugsjónamanni og framtakssömum athafnamanni. Johan Hjort hefur nú skilað marg- þættu og blessunarríku dagsverki tveggja kynslóða. Vér, sem vinn- um á sama akri og hann, höfum margt af lionum lært og eigum honum mikið að þakka. Minning hans mun seini fyrnast í hugum yorum, og árangurinn af starfi hans mun standa um aldir fram. 31. okt. 1948,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.