Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 10
152 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 3. myndar, þar sem sýnd er aldursdreifing beggja stofnanna. Eins og myndin ber með sér, reyndist Digranessíldin einu ári eldri en norska vetrarsíldin. Skýringin á þessu er sú, að ársvextinum lýkur fyrst á vetrarmánuðunum. Síld, sem veiðist hálfu ári seinna (júlí-ág.) við ísland, er kornin langt með eins árs vöxt í viðbót og lítur því út sem væri hún einu ári eldri. Þetta er tekið fram liér til þess að koma í veg fyrir misskilning, því að á myndinni er árgangurinn frá 1937 talinn 11 vetra við Digranes, en aðeins 10 vetra við Noreg veturinn áður. Þessi síld er þó í heiminn komin sama ár, nefnilega 1937. Myndin leiðir í ljós, að um nær því algert samræmi er að ræða, ef höfð er hliðsjón af, að í norsku síldinni eru ungir aldursflokkar, sem eru ekki farnir að koma frarn í Íslandssíldinni, og þess vegna ber hlutfallslega meira á gömlu árgöngunum þar en í síldinni við Nor- eg. Við höfum sannað, að gott samræmi er milli aldursdreifingarinn- ar á norsku og íslenzku síldinni þetta ár. Nú skulum við athuga vaxtarhraðann hjá tveimur árgöngum í báðum stofnunum og svipast eftir samræmi einnig þar. Með vaxtarhraða er átt við þá stærð (í cm), sem síldin bætir við lengd sína á hverju ári, en hann er hægt að finna með því að mæla breidd sumarbeltanna (þ. e. fjarlægðina milli vetrarhringanna) á sjálfu hreistrinu. Á breidd sumarbeltanna er hægt að sjá, hve ör vöxtur síldarinnar hefur verið á hverju ári, hvernig átuskilyrðin í sjónum hafa verið þetta árið eða hitt. Þegar við gerum grein fyrir vexti síldarinnar, notum við merkin: tx, t2, t3 o. s. frv. til þess að tákna vöxtinn (lengdaraukninguna) 1., 2. og 3. sumarið o. s. frv. Við skulum nú velja árgangana frá 1937 og 1940 úr Digranessíldinni og bera þá saman við sömu árganga úr ein- hverju sýnishorni norsku vetrarsíldarinnar, en til þess veljum við af handahófi sýnishorn af síld, sem veiddist við Olderveggen nálægt Stað, 1947. Við athugum norðlægu síldina úr árganginum frá 1937, en hina suðlægu úr hinum (1940). Meginþorrinn af síldinni frá 1937 einkennist af fjórum greini- legum (skörpum) æsku-vetrarhringum (strandhringum) í hreistr- inu, þó þannig að bilið milli 3. og 4. vetrarhrings er lítið, þ. e. vöxt- urinn hefur verið hlutfallslega lítill á 4. sumri. Hér er með öðrum orðum á ferðinni svipað enkenni og það, er fannst í hinum mikla árgangi frá 1904 og frægt er orðið. Og nákvæmlega sömu einkenni finnum við í íslenzku síldinni, er telst til árg. frá 1937. Á 4. mynd er gerð grein fyrir þessu samræmi. Heila línan sýnir ársvöxt íslenzku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.