Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
189
skilgreina rýriskiptinguna ltetur og geta hinna ýmsu stiga hennar. Ff til vill á slíkt
þó fremur heima í ritum um erfðafræði.
Konin á sama litþræði fylgjast ekki ætíð að. Ef svo væri, myndu lögmál Mendels
sannarlega vera á annan veg. Vcgna yfirvíxlunar verður maður ekki var við, að kon
sama litþráðar séu tengd hvert öðru, nema þegar mjög-skammt er á milli þeirra.
í sambandi við „stökkbreytingar" (s. 109) er getið um fjöllitninga og sagt, að þeir
séu nokkuð algengir meðal jurta, en sjaldgæfir meðal dýra. Þetta á aðeins við um
vissa tegund fjöllitninga, en jafnvel maðurinn er fjöllitna og eins allur sá aragrúi
jurta og dýra, sem hefur hlutfallslega háa litþráðatölu. Fjölgun litþráðanna er mikil-
vægt atriði í þróunarsögu lífsins og vel þess vert, að því væru gerð betri skil. En
fjöllitna afltrigði eru ekki ætíð risavaxin, oft eru þau dvergar, en frumur þeirra eru
ætíð stærri en tvílitninganna.
Orðið stökkbreyting er ekki heppilegt, sökum lengdar sinnar og samsetningar. Mætti
í staðinn nota oröið brigö um múlation, sögnina brigða (brigðaði, brigðað) um mútera
og brigði um mútant. Þau orð fara prýðilega í samsetningu, t. d. honbrigð og litþráða-
brigð, sem verða ótrúlega stirð, ef stökkbreyting er notað.
Það hefði verið heppilegt, ef skilið hefði verið á milli eiginlegra brigða (konbrigða)
og litþráðabrigða. Og yfirleitt sakna ég meira máls um þessar breytingar, sem svo
mikið veltur á í þróun lifsins.
6. Þróun tegundanna. — í þessum kafla, scm er til fyrirmyndar, snerta nokkur
mikilvæg atriði ísland (s. 137). Það er ekki alls kostar rétt, að hér séu engar stað-
bundnar tegundir eða tilbrigði (formae). Ótrúlega mörg tilbrigði æðri jurta og lægri
dýra líta út fyrir að vera staðbundin á íslandi, og nánari rannsóknir eiga vafalaust
eftir að bæta mörgum tilbrigðum, afbrigðum, deiltegundum og jafnvel tegundum við.
Meðal skordýra og lægri jurta hafa allmargar tegundir aðeins fundizt hér á landi, og
meöal æðri jurta eru flestar fífla- og undafíflategundir sem og bláhveitið (Roegneria
islandica Meld.) staðbundnar. Sem dæmi um staðbundnar íslenzkar deiltegundir æðri
jurta má nefna tvær deiltegundir draumsóleyjarinnar. Það er líka sannanlega skakkt,
að flestar tegundir hafi numið hér land eftir síðustu isöld, heldur lifði meginið af
þeim tegundum æðri og óæðri jurta og óæðri dýra, sem nú byggja landið, áreiðanlega
á íslausum svæðum hér á síðustu ísöld.
Darwin var Lamarckisti, trúði á erfðir áunninna eiginleika. En kenningar hans um
úrval náttúrunnar og hinn meðfædda breytileika lífveranna eru taldar til staðreynda
erfðafræðinnar, þótt skýring hans á orsökum breytileikans sé röng. Vafalaust á liöf.
við hið síðarnefnda á s. 139.
7. Nýyrðin. — Það fer ekki hjá því, þcgar skrifuð er ketnislubók í líffærði í fyrsta
sinni á okkar máli, að mikið af nýyrðum sjái þar dagsins ljós. Orðheppni manna og
málsmekkur er misjafn, og seint munum við fá jafnheilsteýpt nýyrðaval og smekklcgt
og það, er Stefán Stefánsson birti í Flóru íslands og Plöntunum endur fyrir löngtt.
Samt eru ckki öll orð Stefáns heppileg, og eins bregzt S. H. P. bogalistin við og við,
þótt smekkmaður sé hann á mörg orð. Einstaka sinnum notar hann að óþörftt erlend
orð eða breytir áður notuðum orðum ástæðulaust, stundum býr hann til nýyrði, sem
eru ekki nauðsynleg, og nokkur dæmi eru þess, að hann myndi ný orð um hugtök,
setn áður hafa verið nefnd góðtt nafni, t. d. í Undrum veraldar. Skal ég nefna nokkttr
dæmi, sem ég lel ástæðu til að fetta fingur út í, en geta vil ég þess um leið, að hin
eru mun fleiri, sem að cngu er hér getið, enda engin ástæða til athiigasenrda.