Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 28
122
NÁTTÚRUFRÆÐING U RINN
Lómagnúpssandur var notað um Skeiðarársand fram á 17. öld. Skeið-
ará og Skeiðarárjökull munu ekki koma fyrir í rituðu máli fyrr en
á 17. öld.
Það eru því allar líkur til þess, að heimildarmaður Olafs hafi sagt
svo frá stóru Skeiðarárhlaupi, að jökullinn vestan við Oræfin hafi
hlaupið í sjó fram, og ekki öllu meiri missögn þó úr því yrði Öræfa
jökull (nafn, sem óvíst er að hafi þá verið orðið fast við þann jökul,
sem ber það nú), en sumar þær fréttir, sem lesa má í dagblöðunum
okkar árið 1951. Lýsingin á líka í öllum atriðum við stórt Skeiðarár-
hlaup, en samkvæmt þeim heimildum, sem til eru um Öræfahlaupin
1362 og 1727, er þar fátt líkt nema myrkrið.
Skeiðarárhlaup hafa fram á síðustu tíma valdið spjöllum á slægj
um og beitilöndum.
Árið 1861 urðu miklir skaðar af Skeiðarárhlaupi, og þá, eða i
næsta hlaupi á eftir (1867) tók af alla haga kringum beitarhús Svín-
fellinga, (liæð sú er þau stóðu á, er með öllu horfin), en í hlaupinu
1867 tók af miklar engjar frá Hofi og Hofsnesi.
Olafur segir líka að Grímsvötn hali gosið og eldurinn hafi sézt
hér um bil 8 daga, og er þá ekki að ela að Skeiðarárhlaup hefur fylgt,
og það sennilega stórt, þar sem eldurinn var jretta mikill.
En svo er að sjá á jtví sem Þorvaldur Thoroddsen tekur upp, að
Öræfajökull hafi gosið.
Það væri freistandi að gjöra samanburð á því, sem vitað verður um
Öræfahlaupin 1362 og 1727, og því sem sagt er um hlaupið 1598, en
það verður ekki gjört svo að gagni sé, nema í alllöngu máli, en Jiað
gefur bendingu um mismuninn, að þegar Eggert Olafsson fór um
Öræfin, 29 árum eftir síðasta Öræfahlaup, var vondur og jafnvel
hættulegur vegur milli Hofs og Sandfells, vegna j?ess að jakarnir l’rá
hlaupinu voru ekki að fullu bráðnaðir.
í því hlaupi (1727) fórst líka sauðfé svo hundruðum skipti, og sel-
hús og tvö smábýli (hjáleigur) tók af.
Kvískerjum, 6. júni 1951.