Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 42

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 42
136 NÁTTÚRUFR/EÐINGURINN stöndum þar, og þá mun oss virðast ísland „yfirbragðs-mikið til að sjá“ eins og Jónas sagði. Að vestanverðu sjáum vér þá yfir flatlendi mikið, Rangárvalla- og Árnesssýslur. Þar sjáum vér ár miklar og vötn kvíslast um landið; vér sjáum Þjórsá og Hvít og Ölfusá, einhverjar stærstu ár á íslandi, í ótal bogum skera það, og steypast út í sjó. Að vestanverðu við allt þetta flatlendi sjáum vér fjallgarð. Hann er ekki ákaflega hár að sjá, en það er nú reyndar ekki að marka, því að vér stöndum svo hátt sjálfir. Þessi fjallgarður gengur sunnan úr sjó og liggur beint norður; þar blasa við oss brekkur og grænar hlíðar. Þegar vér horfurn í útnorður, sjáum vér jökla, sem gnæfa upp, og er eins og þeir liggi að baki hinna snjólausu fjallanna, og mæni upp yfir þau. Fjallgarðurinn og jöklarnir liggja nú í boga austureftii; og þvert yfir landið fyrir norðan Sunnlendingafjórðung eða flatlendi það, sem oss sýnist liggja undir fótum oss. Norðan og austan undan Heklu, sem vér ímyndum oss, að vér stöndum uppi á, heldur enn fram fjöllunum og jöklunum, og suður í sjó. Fjöllin mynda því boga í kringum Heklu, og eru eins og skíðgarður kringum byggð- ina, en sjórinn fyrir sunnan landið er eins og varnarsíki á þann bóg- inn, senr fjöllin hlífa ekki. Sjálf stendur Hekla í hring þessum laus við önnur fjöll. Hún er eins og einhver sjónarstöpull, sem mænir upp í loftið eða þó heldur eins og vættur nokkur, sem hefur fælt allt lífið frá sér, og steypt í kringum sig hraunum og bræddu grjóti. Sjálf er liún klofin í sundur Jrvert yfir frá austri til vesturs, og er gjá sú bæði víð og djúp. Niðri í þessari gjá eru flestir hinir mestu gígirnir, og þar eru þeir, sem hraunið það í fyrra kom úr. Hekla er annars öll tætt sundur af eldi og víða eru urn hana gígir. í kringum hana má sjá margs konar liraunmyndanir og eldsverkanir. Þar finnst og mikið af steintegund þeirri, sem baron Walterzhausen hélt að væri nokkurs konar einkunnartegund steina við Etnu á Sikiley, og hann kenndi við héraðið þar, Jrað er „Polagonit Tuff“. EldfjalliS Parícutin í fjórða hefti Náttúrufræðingsins árið Í946 birti ég grein um „yngsta eldfjall jarðarinnar“, Parícutin í Mexíkó, sem tók að rnynd- ast á akri bóndans Dionisio Pulido þ. 20. febrúar 1943. í þessari grein var rakin saga fjallsins fram til septemberloka 1943, en þá var

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.