Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 44
138 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN berlok 1947, og geri ég ráð fyrir, að flatarmál þeirra hafi lítið aukizt síðan, því þau hraun, sem síðar hafa runnið, munu mestmegnis hafa flætt út yfir þau, er áður höfðu runnið. Þau hraun, sem runnu frá 1. ágúst til 30. nóvember 1947, eru teiknuð svört á kortinu. Sam- kvæmt þessu korti er flatarmál Parícutinhraunanna orðið 22 ferkm. Til samanburðar má geta þess, að flatarmál nýju Hekluhraunanna er, samkvæmt því sem nú verður næst komið, 39 ferkm. Parícutingos- ið er óefað með allra stærstu hraungosum á þessari öld. Hraunið er að útliti mjög líkt Hekluhraununum, enda er kísilsýrumagn þessara hrauna mjög líkt. Parícutinhraunið hefur valdið allmiklu tjóni, og meðal annars runnið yfir tvö þorp, Parícutin og San Juan Parangari- cutiro (sjá kortið), en í þessum þorpum bjuggu samtals 3600 manns. Öskufallið hefur lagt í auðn um 1000 ferkílómetra lands. Sig. Þórarinsson. Kænn fálki Eitt sinn að vetrarlagi var ég að reka fé til beitar. Leið mín lá framhjá lanclsímalín- unni. Tók þá eftir því að skammt frá fjárslóðinni sat hrafn á stórum steini, var hann með eilthvert æti sem hann var að gera sér gott af. I’cgar ég nálgaðist, flaug hann upp af steininum og sveimaði hátt yfir mér. F.g gekk að steininum til að atlniga hvað hann hefði verið með. Var það ræfill af rjúpu, sem sennilega hefur clrepið sig á símavírnum. Krummi var búinn með mest af kjotinu, eftir var lítið nema beinin og vængirnir. Ég henti rjúpuræflinum í fonnina og hélt svo áfram á eftir fénu, en gaf krumma jafnframt gætur. hegar krummi þótti ég vera kominn nægilega langt frá rjúpunni, fór hann aftnr að vitja um hana, en nú var hann auðsjáanlega mjög tortrygginn og leit út fyrir að hann óttaðist einhverja gildru, því hann settist á fönnina nokkra metra frá rjúpuræflinum og hoppaði kringum hann livern hringinn eftir annan, án þess að nálgast hann nokk- uð. Síðan flaug hann upp og settist nálægt ræflinum en flaug samstundis upp aftur án þess að snerta hann. Þetta endurtók liann nokkrum sinnum þar til hann þreif hann upp með nefinu og þeytti honum langt frá sér og flaug upp um leið. Eftir að hann liafði endurtekið þetta nokkrum sinnum, virtist tortryggni hans horfin og hann vera orðinn sannfærður um að cngin vélræði væri að óttast. Tók hann nú til að kroppa það sem eftir var á beinunum og lijóst víst við að geta lokið því í friði, en friðurinn stóð ekki lengi. Skyndilega bar þar að fálka, sem þegar tók að áreita krumma og reyna að ná af honum beinunum. Krummi brást illa við og varði bein sitt af mikilli hreysti, en fálkinn sókti ákaft á og barst leikurinn umhverfis steininn, sem rjúpnaræfillinn lá á. Oft héngu þeir saman í loftinu eins og þeir hcfðu læst klónum livor í annan. Allt í einu hætti fálkinn sókninni og flaug burt. Var helzt útlit fyrir að hann hefði

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.