Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 4

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 4
NÁTTÚRUF R/E ÐINGURINN 146 efla íslenzk náttúruvísindi, glæða áhuga og auka þekkingu manna á öllu, ersnertir náttúrufræði". Eftir að Náttúrufræðifélagið tók við útgáfu Náttúrufræðingsins hefur það nokkrum sinnum komið til tals, hvort ekki væri rétt að birta skýrslu íélagsins í tímaritinu, í stað þess að gefa liana út sér í lagi. Ekki hefur þetta þó ennþá náð fram að ganga, og hefur aðalá- stæðan verið sú, að skýrslan þótti taka of rnikið rúm í tímaritinu, þar sem aðeins fáir af kaupendum Náttúrufræðingsins væru meðlimir í Náttúrufræðifélaginu. F.n nú eru þessar aðstæður mjög breyttar. Með afhendingu Náttúrugripasafnsins til ríkisins hefur Náttúrufræðifé- lagið ekkert að gera með skýrslu safnsins, en liún var áður langmest- ur hluti félagsskýrslunnár. Frá byrjun ársins 1947 verður því eina efnið í skýrslu félagsins stuttorð frásögn af aðalfundi félagsins, reikn- ingarþess og svo lélagatal, sem birt yrði öðru hverju. bað kemur því nú enn á ný til álita, hvort ekki sé rétt að hætta að gefa út sérstak- lega skýrslu Hins íslenzka náttúrufræðifélags, og birta heldur efni liennar í Náttúrufræðingnum. En hér kemur líka annað atriði til greina. Hvers vegna ekki að gera Náttúrufræðinginn að félagsriti Náttúrufræðifélagsins, á sama hátt og Skírnir er félagsrit Bókmenntalélagsins. Þar sem útgáfa Nátt- úrufræðingsins er orðin eiit aðalhlutverk Náttúrufræðifélagsins, þá er ekki ósanngjarnt að ætla/t til þess af meðlimum félagsins, að þeir séu allir kaupendur að tímaritinu. Myndu þá allir félagsmenn fá rit- ið upp í árstillag sitt, sem með tilliti til þessa yrði auðvitað hækkað verulega frá því, sem nú er. Hver sem eftirleiðis gerðist lélagi í Hinu íslenzka náttúrufræðifélagi yrði þá um leið kaupandi að Náttúru- fræðingnum. Ekki yrði þess þó krafizt af hinum ljölmörgu núver- andi kaupendum Náttúrufræðingsins, sem ekki eru í Náttúrufræði- félaginu, að þeir gengu í það. Þeim væri það auðvitað velkomið og það væri vel þegið, en þeim ætti að vera frjálst að standa utan við fé- lagsskapinn, ef þeir vildu það heldur. Báðar þær ráðstafanir, sem hér hafa verið nefndar: birting skýrslu Náttúrufræðilélagsins í Náttúrufræðingnum og áskrift allra með- lima félagsins að ritinu, væri til mikils hagnaðar og hagræðis bæði fyrir félagið og ritið. Verða þessi mál væntanlega tekin til umræðu ogafgreiðslu á aðalfundi Hins íslenzka náttúrufræðifélags, sem hald- inn verður í febrúar n.k. Sigurður Pétursson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.