Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 5
Hermann Einarsson:
/
Atan og síldin
Reyndum síldarsjómönnum liefur lengi verið ljóst, að samband
er milli átumagnsins í sjónum og síldartorfanna. Snjallir skipstjórar
sjá mun á átusjó og átulitlum eða átulausum sjó. Er mér nær að
lialda, að sá hæfileiki geri oft gæfumuninn, en hann hefur reynzt
furðu mikill hin síðari ár, þegar lítið síldarmagn hefur gengið á
norðurlandsmiðin.
Vísindamenn hafa með mælingum staðfest þessa reyn/.lu sjómanna.
Kunnar eru rannsóknir Skota á þessu sviði, en það eru um 20 ár síð-
an próf. A. C. Hardy, sem þá var prófessor í Hull, smíðaði áhald, til
að sía átuna úr sjónum. Sko/.kir reknetabátar hafa notað aðferð þessa
með nokkrum árangri.
Hér við land gerði nrag. Arni Friðriksson talsvert víðtækar atliug-
anir með þessu álialdi árin 1938—1941, einkum árið 1939. Átumæl-
irinn er dreginn eftir skipi á fullri ferð ákveðna vegalengd, og síðan
er átan nræld eða talin. Bæði þessar athuganir, og eins fjölmargar
mælingar á átumagni í síldargöngum, sem mag. Árni hefur gert um
langa árabil, sýna, að átan myndar hámörk á vissum svæðum, að
þessi hámörk færast til með straumum, og að mesta síldarmagnið
safnast á átusvæðin.
Það liggur í hlutarins eðli, að nákvæm vitneskja um legu átusvæð-
anna væru síldarsjómönnum kærkomin hjálp við síldarleitina, og
starfsemi Fiskideildar hefur því beinzt að því að fullkomna aðferðina
við kortlagningu átusvæðanna. Þó höfum við ekki álitið tímabært
að kunngera árangur athugananna jafnóðum, fyrr en fnll vissa væri
fengin fyrir því, að Jrær gæfu viðhlítandi mynd af ástandinu, og séð
yrði með vissu, að náið samband væri milli kortlagðra svæða og síld-
armagnsins. Sumir hafa misskilið þessa hlédrægni, sem ég álít sjálf-
sagða, meðan rannsóknir eru á byrjunarstigi.
Svifrannsóknir síðari ára hafa allar sýnt, að átan hefur eigin hreyf-