Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 7
ÁTAN O G SÍLDIN 1 13 Rétt er að taka það fram, að svifmælir Hardy’s var einkum gerður með það fyrir augum, að sjómenn mældu sjálfir átumagnið og leit- uðu uppi átusvæðin, en sérstök gerð lians hefur þó verið notuð til víðtækra rannsókna við Skotlandsstrendur og í Norðursjó. Vafasamt er, hvort sjómenn geta komið slíkunt mælingum við, svo að fullu gagni komi. Sjaldan getur verið um kerfisbundna leit að ræða. Ég hef alltaf álitið lieppilegra, að sérstakt skip annist slíkar mælingar, ef reynslan sýnir að kortlagning átusvæðanna er möguleg, og síðan verði fiskiflotanum birtur árangur mælinganna. í sambandi við rannsóknaraðferð þá, sem við tókum upp, var eitt atriði sérstaklega tvísýnt, en það var, hvort átan væri svo jafndreifð að lóðrétt tog með litlum háf gæfu rétta mynd af ástandinu á stóru svæði. Þetta hefur nú verið prófað hér síðastliðið sumar, og eins hef- ur ýtarlegri athugun á þessu verið gerð á hafrannsóknarstöðinni í Millport á Clydefirði í Skotlandi. Að vísu getur einstaka sinnum ver- ið um verulegar skekkjur að ræða, en vfirleitt sýna mælingarnar ástandið á stóru svæði, svo jafndreifð er átan að jafnaði. Þar sem átan safnast í þétta flekki eru mælingarnar hins vegar mjög ónákvæmar, og er sama hvaða aðferð er viðhöfð á slíkum svæðum. Égætla nú að gera að umtalsefni árangur athugánanna, sem gerðar hafa verið á vegum Fiskideildarinnar hin síðari ár. Hefur mag. Þór Guðjónsson tekið mælingar þessar saman og teiknað flest kort sem fylgja þessu máli. Atumagnið sumarið ! 94H Fyrstu kerfisbundnu rannsóknirnar voru gerðar á norðurlands- miðunum sumarið 1948, en þá rannsökuðum við svæðið tvisvar, fvrri hluta júlí og fyrri hluta ágúst. Jafnframt hafði ég útbýtt meðal skip- stjóra eyðublöðum fyrir aflaskýrslur og var á grundvelli þeirra hægt að sýna hvar veiðin fór fram á rannsóknartímabilinu. Átuna mæld- um við í ml., og sýna tvistrikuð svtcði meira en 20 ml. átu, skástrikuð svœði 10—20 ml. en óstrikuð svceði milli athuganastöðva (sem sýndar eru með svörtum deplum) frá 1—10 ml. Opnir hri>tgir sýna átulaus svceði (minna en 1 ml.). Fyrri hluta júlímánaðar (6/7—18/7) (2. mynd) er langmest af átu í námunda við Skagagrunn, eins og sést á efra kortinu, en hið neðra sýnir að þar var líka talsverð veiði. Verið getur að áta þessi hafi síðar færst nær landi, og skapað þá veiði, sem fékkst út af Haganesvík.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.