Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 10
152 NÁTTÚRUFRÆÐING URINN 4. mynd. Sildveiðunum er skipt eftir svœðum, sem merht eru 1—13. Sildveiðin er sýnd með svörtum súlum, i þúsundum mdla, á 5., 6. og 7. tnynd. Húnaflóa og Skagagrunni, en liitt á Þistilfirði. Síldveiðinni höfum við nú skipt eftir svæðum, eins og sýnt er á 4. mynd, og á línuriti, sem teiknað er inn á kortið af átusvæðunum (5. nrynd), má ráða ali- ann á mismunandi svæðum. Það er greinilegt, að allmikil áta er út aí: öllu Norðurlandi á þessu tímabili, en síldaraflinn er einkum tekinn á Skagagrunni og út af Skagafirði. Líklegt er, að átan hafi borizt dálítið austur, í ríkjandi straumstefnu, þegar veiðin fór fram. Þá er einnig talsverð veiði frá Melrakkasléttu og austur fyrir Langanes, en sunnan við nesið voru mælingar ekki gerðar, og kann það að vera orsök þess, að átuhámark fannst ekki á þeim slóðum, eins og síldaraflinn virðist gefa til kynna að verið hafi. Átusvæðið liggur frá Húnaflóa og allt norður að ís- rönd, en í úthafi austan við það er átuh'tið, og sums staðar átulaust, allt norður til Jan Mayen. Eins er átulaust að kalla á grunnmiðum austan-, sunnan- og vestanlands. Rannsóknir þessar sýna enn, að átan og síldin fara saman, og að síldin safnast mest kringunr átuhámörkin. Við skulum nú virða fyrir okkur ástandið seinna þetta sama sumar (18,—29/8), og skoða 6. mynd, sem sýnir átumagn og afla á þessu tímabili. Vestursvæðið er nú bæði átulaust og síldarlaust. Norðvest- ur í hafi er talsvert víðáttumikið átusvæði, en ókunnugt er, livort síld var á þessum slóðum, því að engar veiðitilraunir voru gerðar þar. Á austursvæðinu er talsverð áta, en hvergi grunnt, nema frá Melrakkasléttu til Langaness, þar sem síldin veiddist á þessu tíma- bili. Eins og lyrra tímabilið er átulítið eða átulaust í útliafi, allt norður til Jan Mayen, og virðast átuskilyrði hafa verið harla örnur- leg á þessu svæði allan seinni hluta sumarsins.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.