Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Síða 14

Náttúrufræðingurinn - 1951, Síða 14
156 NÁTT ÚRU FRÆÐIN GIJ RIN N (sjá 8. mynd). Annað svæðið lá djupt undan Reykjanesi, og náði angi af því alla leið inn í Kolluál. Yfirleitt var mikil áta á öllu djúpsvæð- inu út af Faxaflóa, og var átuhámarkið myndað af hreinni rauðátu. Hitt svæðið var norður og austur af Strandagrunni og náði inn á Húnaflóa. Ennlremur var gríðarlega mikil rauðáta djúpt undan Siglufirði, en átulaust að kalla innan við línu frá utanverðu Skaga- grunni og til Grímseyjar. Milli þessara átusvæða varð alls staðar lítillar átu vart, nema í námunda við ísröndina, en þar fannst talsvert af pólsævarátu (Cal- anus hyperboreus). Á austursvæðinu lá átubelti djúpt undan Langanesi og Melrakka- sléttu, og má vel vera, að þetta átubelti liafi staðið í sambandi við átuhámarkið djúpt norður af Siglufirði. Hafið milli íslands og Jan Mayen var annars átulaust, nema ein- staka átublettir fundust í hlýja sjónum handan við meginflaum Austur-íslandsstraumsins. Kalda tungan virtist hins vegar alveg átu- laus. Til sannindamerkis um það, hve náið samband er milli síldarinn- ar og átusvæðanna, skulu nú athuganir skipstjóra gerðar að umtals- efni. A thuganir jiskiskipa Ástæða er til að nefna í sérstökum kafla í grein þessari athuganir ýmissa fiskiskipa varðandi vaðandi síld. Þrennt gerir það að verkum, að upplýsingar þessar eru fyllri en títt var á undanförnum árum, þ. e.: 1. Hvalveiðiskipin hafa leitað dýpra en undanfarin ár og sérstak- lega áhugasamur skipstjóri (Agnar Guðmundsson) er á einu þeirra. 2. Karfaveiðar hafa farið mjög í vöxt, og sækja togarar á þeim veiðum einnig á djúpmið. 3. Lúðuveiðar á djúpmiðum voru óvenjulega mikið stundaðar. Það er eftirtektarvert, að einkum eftir að veiðar á djúpmiðum hefjast fyrir alvöru, byrja fregnir um síldartorfur að tíðkast. Eins og athuganir okkar sýna, virðast alveg sérstaklega hagstæð átuskilyrði á kanti landgrunnsins, en slík hafsvæði höfum við ennþá rannsakað alltof lítið, og er það einkum því að kenna, hve léleg skip við höfum haft til afnota, þangað til í fyrra. Upplýsingar fiskiskipa geta, eins og gefur að skilja, orðið fiski-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.