Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 26

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 26
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN IG8 Það leið samt ekki á löngu þar til séð varð, að þessi aðgreining vítamínanna var alls ekki heppileg. Það, sem áður liaiði verið skoðað sem eitt vítamín, reyndist við nánari athugun vera blanda aí: ólíkum vítamínum, tveim eða fleirum. Auk þess fundust riý vítamín, oft svipuð þeim, sem þekkt voru, en þó svo frábrugðin að auðkenna varð þau sérstaklega. Var þá fyrst byrjað með því að tala um vítamín- in B1( IV, B;j og vítamínin Dx, D2 o. s. frv. En þegar tókst að finna efnafræðilega samsetningu fleiri og fleiri vítamína, þá voru tekin upp á þeim efnafræðileg lieiti. Hafa nú flest vítamínin hlotið slik heiti. Þannig heitir C-vítamínið ascorbinsýra, vítamín Bj thiamin, víta- mín E tocopherol o. s. frv. Vítamínunum er venjulega skipað í tvo flokka: vítamín leysanieg í feiti og vítamín leysanleg í vatni. Af fyrri flokknum eru vítamínin A, D, E og K, en af þeim síðari öll hin, þar á meðal B-vítamínin. Nú eru þekkt á annan tug B-vítamína, en að rannsóknum á þeim liefur mjög mikið verið unnið síðustu árin. Vítamínin A, C og D má segja, að orðin séu gainlir og góðir kunn- ingjar flestra. Allir vita orðið, að vítamínin A og D fást aðallega úr lýsi ogsmjöri, og vítamín C fæst einkum úr sítrónum og ajrpelsínum. Það er líka mörgum kunnugt, að karótín, sem gefur gulrótunum og sumarsmjörinu gtda litinn, er jafngilt vítamíni A, og svo að segja eins saman sett. Nýlega hefur tekizt að framleiða vítamín A í efna- verksmiðjum. D-vítamínin eru að minnsta kosti tvö: D2, sem fæst við geislun á ergosterol, ogþannig framleitt til lyfja, og D;{, sem fæst úr þorskalýsi og smjöri, og myndast einnig í húðinni við geislun. C- vítamínið, eða ascorbinsýran, fæst nú í töflum í hverri lyfjabúð fyrir lítið verð. Mest af því er framleitt í efnaverksmiðjum, en lítið er gert að því að vinna það úr ávöxtum. Út af vítamíni E, eða tocopherol, hala menn yfirleitt haft litlar áhyggjur, þar sem það finnst í mjög mörgum fæðutegundum, og sjaldan er um skort á því að ræða. K-vítamínin eru 2 eða jafnvel fleiri. Bent hefur verið á, að ristil- gerlarnir framleiddu K-vítamín í þörmunum. Um P-vítamínið, öðru nafni citrin, er ennþá vafasamt, hvort það skuli teljast lil vítamín- anna eða ekki. Þá er eftir að geta B-vítamínanna, sem er stór og merkur flokkur vítamína. Allir hal’a heyrt þessi vítamín nefnd, en fæstir munu liafa hugmynd um, hversu margvísleg þau eru, bæði að byggingu og verkun.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.