Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Síða 28

Náttúrufræðingurinn - 1951, Síða 28
170 NÁT T r R U F R/E ÐIN G U R1N N C. E og K er það aii.ur á móti vitað, að þau eru í sumum frumum, en ekki öllum. E-vítamínið er útbreiddast í þessum flokki, og stendur það að þessu leyti næst B-vítamínunum. I>að má nú telja fullvíst, að B-vítamínin séu ómissandi öllu lifandi frymi. Það er því ekki að undra, þó að skortur á einu eða fleirum þeirra geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir líf og lieilsu ltæði manna og dýra. Um mörg B-vítamínin er það upplýst, að þau eru hfuti af þýðing- armiklum gerhvötum (enzymum), sem í frumunum starfa, t. d. önd- unargerhvötunum. Er þá gerhvatinn samsettur að öðrum þætti af eggjahvítuefni (proteini), en að hinum af efnasambandi (coenzymi) gerðu af tveim eða fleirum efnurn, og er eitt þeirra B-vítamín. Tök- um sent dæmi gerlivatann carboxylase, sem klýfur própanonsýru í koldíoxyd og acetaldehyd (CH, • CO • COOH = COo-þCH3 • CHÖ). Hann er samsettur úr eggjahvítuefni annars vegar og sambandi af fosfórsýru og thiamíni hins vegar. Verði nú skortur á thiamíni í líkamanum, getur þessi gerhvati ekki myndazt, og þá getur própan- onsýran ekki klolnað og safnast því fyrir. Eitt einkenni thiamínskorts er líka einmitt Jtað, að magn própanonsýrunnar í blóðinu verður óeðlilega mikið. Sýnir Jretta dænti greinilega, hvernig B-vítamín geta verkað á efnabreytingarnar í líkamanum og hvernig þau geta verið ómissandi þáttur í starfsemi frumanna. Það má segja um B-vítamínin, að jrau, öðrum efnurn fremur, haldi líkamanum í vinnufæru ástandi. Verkanir Jreirra eru nátengdar starf- semi lokuðu kirtlanna og taugakerfisins. Sjúkdómar af völdum skorts á B-vítamínum lýsa sér með ýmsu móti. Mest áberandi eru venjulega truflanir á taugakerfi, æðakerfi og meltingarfærum, auk alls konar bletta, útbrota, bólgu og sára á hör- undi. Skortur á thiamíni orsakar farmannalömun eða beri-beri, sem einkum lýsir sér í truflunum á æðakerfi og taugakerfi og hefur síðan lamanir í för með sér. Er þetta ennþá algengur sjúkdómur í Austur- löndum. Vöntun á riboflavíni lýsir sér oft með bólgu og smáfleiðr- um í munni og 'nefi. Af skorti á nicotinsýru leiðir sjúkdóm, sem nefndur er pellagra, eða maísveiki, og ennjtá er talsvert útbreiddur. Lýsir hann sér með bólgu í hörundi, meltingartruflunum og stund- um jafnvel sem geðbilun. Blóðleysi stafar oft af skorti á B-vítamín- um. Mergruni, sem er alvarleg tegund blóðleysis, stafar t. d. af skorti á vítamíni Bj 2■ Skortur á öðrum B-vítamínum hefur ekki lýst sér beinlínis sem ákveðnir sjúkdómar á mönnum, en aftur á móti komið greinilega fram sem sjúkdóms- og vanjrroskaeinkenni á ýmsum dýr-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.