Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Síða 31

Náttúrufræðingurinn - 1951, Síða 31
Ingimar Óskarsson: Nýtt afbrigði af fellafífli (Hieracium alpinum (L.) Backh.) Síðastliðið sumar safnaði ég til rannsóknar allmiklu af undafífl- um (Hieracium) suðvestanlands. Á meðal þeirra staða, sem liafa óvenjulega fjölskrúðugan undafíflagróður, er umhverfi Þingvalla- vatns. í Svínahlíð vex t. d. hinn fágæti gljáfífill (H. lamprochlorum Om.) »g í Hestagjá hinn risavaxni og sérkennilegi lóreifafifill (H. floccilepium Om.), sem hvergi hefur enn fundizt annars staðar en á þessum stöðvum. í hrauninum norðanvatns fann ég fellafífil (H. alpinum (L.) Backh.), en mjög frábrugðinn því, sem ég hef átt að venjast, svo að ég safnaði nokkrum eintökum til athugunar. Fellafífillinn er ekki einlendur (endemiskur) á Islandi, eins og flestar aðrar undafíflategundir. Hann er útbreiddur í Skandinavíu, finnst einnig á Bretlandseyjum, í fjöllum Mið- og Suður-Evrópu, í Norður-Asíu og ;i Grænlandi. Hérlendis er hann víða, einkum til heiða og l'jalla; getur verið nokkuð breytilegur að útliti, en ber venjulega sín ákveðnu sérkenni, sem gera hann auðþekkilegan. Hon- um mætti lýsa í stuttu máli á þessa leið: „Stöngullinn lágur og gildur, langhærður allur og stjarnhærður, mjög lítið kirtilhærður nema allra efst. Hvirfingsblöðin mörg, l'rem- ur stilklöng, tungulaga eða öfugegglaga, heilrend eða með strjálum, lágum tönnum, langhærð og stjarnháralaus. Stöngulblöðin 2—3, rnjög vanþroska. Oll blöðin meðgulum smákirtlum (microglandulis) á jöðrunum. Biðan gild, 14—18 mm löng, jiakin löngum, gráum hár- um, með þéttstæðum, gulum smákirtlum, fáum eða engum kirtil- hárum og stjarnháralaus. Y/.tu reifablöðin lausstæð eða útstæð, blað- kennd. Karfan stór, einstæð. Krónurnar langtenntar með löngum randhárum. Stíllinn hreingulur." Be/tu einkennin á fellafíflinum eru: hinn hreingidi stíllitur (einn- ig á þurrkuðum eintökum), hin stjarnháralausa stofnblaðhvirfing og smáu stöngulblöðin.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.