Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1951, Blaðsíða 32
174 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Fellafífli hefur verið' safnað víða um land, og í öllum landshlutum, og aðeins lítill hluti þess; sem safnað hefur verið, er afbrigðilegur. Breytileikinn er aðallega fólginn í lögun biðunnar, kirtilhæringu stöngulsins og hæð, og útliti stöngulblað- anna. En þessi einkenni eru svo óstöðug, að sérfræðingar hafa ekki talið sér fært að nota þau sem tegundaeinkenni, þ. e. að kljúfa nýjar tegundir út úr fellafíflinum. En eru þá ekki til einliver afbrigði eða til- brigði af honum munu menn spyrja. Hing- að til hefur verið lýst aðeins einu afbrigði (varietet), og eitt tilbrigði (forma) nefnt á nafn. Afbrigðinu (var. adenoterum Om.) lýsir norskur undafíflafræðingurinn S. (). F. Omang á þessa leið: Caulis magis — apice abundanter — glandulosus et infra capitulum sparsius pilosis. Þ. e.: Stöngull- inn meira kirtilhærður; efst þéttkirtilhærð- ur en gishærður. Afbrigði þessu hefur verið safnað á Vestfjörðum aðallega; getur Omang þess, að sum eintakanna hafi verið hávaxnari (allt að ‘50 cm) og stöngulblöðin þroskaðri. Þessi einkenni virðast þó ekki liafa verið það áberandi, að hann álíti rétt, að leggja frábrugðnu eintökin til grundvallar fyrir nýju afbrigði. Þá hefur sænski undafíflafræðingurinn H. Dahlstedt (nú látinn) nafngreint eitt eintak af fellafífli frá Mávahlíð á Snæfells- nesi, og kallar liann það „tubulosa“. Ég hef séð eintakið, og er Jrað frábrugðið aðalteg- und í Jrví, að það hefur hnöttóttari biðu og styttri krónur. Hinn sérkennilegi fellafífill, er ég fann ;i Þingvöllum, getur ekki talizt til afbrigð- isins aclenolerum, Jrar sem hann hefur alls Hieracium alpinum (L.) Iiachh. v. maximum n. var.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.