Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 33

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 33
NÝTT AFBRIGÐI AF FELLAFÍFLI 175 ekki meira kirtilhærðan stöngul, né minna hærðan en gengur og ger- ist um aðaltegund. Meginmunurinn á aðaltegund og Þingvalla-eintökunum er fólg- inn í eftirfarandi einkennum: „Stöngullinn 25—35 cm hár. Stofnhvirfingsblöðin fremur fá, mjög stilklöng (stilkur 7 cm, lilaðka 7 cm). Stöngulblöðin 3—4, aðeins eitt þeirra ofan við miðjan stöngul. 2—3 neðri blöðin mjög vel þroskuð. (1)—2 þau neðstu mjög neðarlega á stönglinum, 13 cm löng (stilkur 6 cm, blaðka 7 cm) og 2,5 cm breið. Næst efsta blaðið fest sem næst því á miðjan stöngulinn, er nokkru minna en hin og með stuttum stilk. Efsta lilaðið lítið, en þó lieldur stærra en almennt gerist á aðal- tegund.“ (Sjá mynd.) Að lýsingu þessari athugaðri er auðsætt, að ekki er um venjulegan fellafífil að ræða; enda eru umrædd eintök ólík honum á að sjá. Mætti í fljótu bragði ætla, að hér væri um nýja tegtind að ræða. En þar sem fellafífill hefur fundizt, þó óvíða sé, með nokkru þroskaðri stöngulblöðum en venja er til, tel ég réttmætara (að minnsta kosti fyrst um sinn) að telja eintökin úr Þingvallahrauni sem afbrigði, og hef ég leyft mér að nefna það: v. maximum n. var. Þar sem söfnun undafífla hefur verið vanrækt hér á landi, verður ekkert liægt að segja um það, að svo stöddu, hvort þetta afbrigði vex víðar en á Þingvöllum, eða hvort það er tengt aðaltegund með stig- breytandi milliliðum. Úr því verða rannsóknir framtíðarinnar að skera. ABSTRACT This essay deals with the finding of a new variety of Hieracium alpinum (L.) Backh. at Þingvellir in SAV.-Iceland. The author has named this variety: v. maximum n. var. and described it in this way: „Caulis 25—35 cm altus. Folia basalia sat longe petiolata (petiolus 7 cm, lamina 7 cm). Folia caulina numero 3—4; infima (1)—2 rosulae approximata, magna, 13 cm longa (petiolus 6 cm, lamina 7 cm) et 2,5 cm lata; proximum paulo minus, breviter petiolatum, ad med- ium caulem affixum; summum parvum, sessile. Praeterea non differt a typico //. alpino (L.) Backh.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.