Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 35

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 35
VEIKl í LAXI 177 Efri-Elliðaánum að lóga særðum löxum, sem í laxakistuna komu, í öryggis skyni, og flytja heilbrigða laxinn upp fyrir Árbæjarstíflu. Bar minna á veikinni í löxum í Efri-Elliðaánum lieldur en neðan við rafstöð, og er það vafalaust afleiðing af áðurnefndri ráðstöfun að svo var. Seinni liluta sumars tóku sárin á löxunum að gróa. Kom það vel fram á nokkrum löxum, sem geymdir voru í kistu í Elliðaánum frá 20. ágúst fram undir miðjan september. Fylgst var með sárum þeirra og voru þau skoðuð með nokkurra daga millibili. Þau voru greini- lega að gróa, þó að hægt færi. Þegar veitt var til laxaklaksins seinni hluta septembermánaðar á vegum klakstöðvar Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Efri-Elliðaár, kom í ljós, að sárin á löxunum voru gróin, en eftir voru livít ör, þar sem sárin höfðu verið. Gerðar voru tilraunir til að greina sjúkdóminn í laxinum eftir sjúkdómseinkennum, en það reyndist erfitt, vegna skorts á nauðsyn- legum ritum um fisksjúkdóma. Var því leitað aðstoðar sérfræðinga á Bretlandseyjum og Norðurlöndum við greiningu veikinnar. Með aðstoð skozkra sérfræðinga má telja málið leyst. Veiki þessi þekkist í Skotlandi og gengur þar undir nafninu „Wliite spot disease“. Mætti kalla Iiana hvítblettaveiki á íslenzku, þó að það heiti sé ekki að öllu leyti heppilegt. Hvítblettaveikin er sjaldgæfur sjúkdómur. Hennar verður vart í laxi, þegar lieitt er í veðri og úrkoma er lítil, en hverfur með kóln- andi veðri og úrkomu. Þar sem hvítblettaveikin veldur ekki beinu tjóni á laxi, svo að vitað sé, þá hefur henni verið lítill gaumur gef- in erlendis. Það er því ekki vitað, hvað veikinni veldur, en líklegt má telja, að bakteríur séu þar að verki, því að við smásjárrannsókn á sárunum fundust engin sníkjudýr. Ókleift reyndist að fá úr þessu atriði skorið, þar sem aðstæður til þessháttar bakteríurannsókna eru ekki enn fyrir hendi hér á landi. Síðastliðið sumar var veður hlýtt og úrkoma lítil á Suðvesturlandi. Ytri skilyrði voru því hagstæð fyrir hvítblettaveikina, enda gekk hún, eins og að framan greinir, í laxi í Elliðaánum og auk þess í nokki- um öðrum ám og mun vikið að því síðar. Vatnið í Elliðaánum var með allra minnsta móti, sem það hefur verið, og vatnshitinn í hærra lagi. Eins og áður getur, bar þegar á hvítu blettunum á laxinum neðan til í Elliðaánum og varð það til þess, að menn álitu laxinn koma með blettina úr sjónum. Þetta atriði getur varla verið rétt. Það er Núttúrufrceðingurinn, 4. h. 1931 12

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.