Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 36

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 36
178 NÁTT ÚRUFRÆÐING IIRIN N tvennt; seni mælir á móti því. Annars vegar er það, að laxinn, sem veiddist í Grafarvogi síðastliðið sumar, var ekki með neinum blett- um né bar það með sér á annan hátt, að hann væri veikur, en veiði- staðurinn í Grafarvogi er aðeins 1,5 km frá Elliðaárósum. Hins vegar er það, að hvítblettaveikin virðist bundin við hlýviðri og þurr- viðri samfara vatnsþurð í ánum og ætti því sjúkdómurinn ekki að lirjótast út fyrr en laxinn kemur upp í árnar eða árósana. Hitt gæti þó verið rétt, áð laxinn fái sjúkdómsvaldinn í sjónum, en um það er ekki vitað. Hvítblettaveikin l?om upp í laxi í nokkrum ám auk Elliðaánna. Falla ár þessar flestar í Faxaflóa og eru þessar: Úlfarsá, Leirvogsá, Laxá í Kjós, Botnsá, Laxá í Leirársveit og Langá á’Mýrum. Auk þess kom Iiún upp í laxi í Soginu og í Laxá í Þingeyjarsýslu. Eftir þeim upplýsingum, sem fyrir liendi eru um veiki í laxi í þessum ám, virð- ist liún hafa hagað sér í aðalatriðum eins og í Elliðaárlaxinum. Það virðist þó einkennandi, að veikin hafi sótt meira á smálax en á stór- lax, en þetta atriði kemur betur fram í ám, þar sem mikið er al’ stór- laxi, lieldur en í Elliðaánum, en þar er smálaxinn yfirgnæfandi. Athyglisvert er það, að hvítblettaveikin sótti meira á laxinn í E11- iðaánum heldur en á lax í öðrum ám, en á því má finna sennilegar skýringar, því að margt er ólíkt með Elliðaánum og öðrum laxám hér á landi. Þar má fyrst nefna, að laxinn í Elliðaántim kemur í meiri snertingu innbyrðis heldur en gerist í öðrum ám, vegna þess að honum er safnað í laxakistu og hann geymdur þar frá nokkrum klukkustundum upp í nokkra daga og einnig vegha rennslisjafnaðar í ánum. Einnig gæti maður átt von á, að veikin sæki tiltölulega mik- ið á laxinn í Elliðaánum, vegna jtess að smálaxinn virðist næmari l'yrir henni.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.