Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 37

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 37
Nils Gustav Hörner MinningarorS Þegar sú sorgarfregn barst út, að Nils Gustav Hörner, dósent í jarðfræði við háskól- ann í Uppsölum, liefði látizt aðfaranótt hins 22. nóv. s.l., kom hún áreiðanlega flest- um mjög á óvart. Hann var enn þá á bezta aldri og hafði yfirleitt verið heilsuhraust- ur. Banamein hans var hjartabilun. — Með N. G. Hörner er fallinn í valinn einn af fremstu jarðfræðing- um Svía og jafnframt einn hinn mesti áhugamaður um allt það, er að kennslu í nátt- úrufræðum lýtur. — Nils Gustav Hörner var Nils Gustav Hömer: •' fæddur í Tunadal í Medel- pad í Norður-Svíþjóð 23. maí 1896, en kom til Uppsala þegar á barnsaldri og ólst þar upp. Þar stundaði hann nám, fyrst við menntaskóla og síðar við háskólann. Hann hlaut doktorsnafnbót 1927, og heitir doktorsritgerð hans Bratt- forsheden. Ett vármlándskt randdeltekomplex och dess dyner (S. G. U. Ársbok 1926, Stockholm 1927). Dósent í jarðfræði varð hann við Uppsalaháskóla 1932. Formaður kvarterdeildarinnar við sanra há- skóla varð hann 1947. Meðal jarðfræðinga og annarra þeirra, er við skyld fræði fást, var

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.