Náttúrufræðingurinn - 1951, Qupperneq 39
Nll.S GUSTAV HORNER
181
Munurinn er aðeins sá, að sveiflurnar hér taka yfir tugi þúsunda ára.
— Náskyldar þessu eru hinar alkunnu breytingar á ýmsum jökulám
á íslandi, einkum í Skaftafellssýslum.
Sven Hedin hafði kringum aldamótin síðustu komið fram með
þá kenningu, sem hér hefur verið drepið á, og sagt fyrir, að Tarim-
fljótið — og með því Lop-Nor — mundi fyrr eða síðar færa sig um set.
Þessi spádómur rættist 1921, og það var til þess að rannsaka þessar
breytingar og kortleggja liið nýja vatn, sem N. G. Hörner tók sér á
hendur þá ferð, sem áður greinir. Eyðimerkurferðin tók þá félaga
hálfan mánuð, og allan þann tíma höfðu þeir ekki annað vatn en
það, sem þeir fluttu með sér. Þrátt fyrir hinar erfiðustu aðstæður
tc')kst N. G. Hörner að gera kort af vatninu og ýmsar mikilsverðar
athuganir umhverfis það. — Frá þessari ferð Itefur N. G. Hörner
skýrt í bók sinni „Resa till Lop“ (Nordstedt k: Söner, Stockholm
1936). Bókin er einkar skemmtilega skrifuð og gefur góða hugmynd
um landið og þá erliðleika, sem verða á vegi ferðamannsins, en
einnig gefur bókin gc'tða hugmynd um höfundinn sjálfan. Auk rita
þeirra ,er hér hafa verið nefnd, hefur N. G. Hörner skrifað yfir 30
visindalegar ritgerðir, sem hafa birzt víðs vegar á prenti.
Jafnframt starli sínu sem háskólakennari hafði N. G. Hörner á
hendi víðtækar rannsóknir á kvarter-jarðmyndunum víðs vegar í Sví-
þjóð, þó einkum í grennd við Uppsali. Sem kennari var hann frábær.
Áliugi hans og alúð við það starf var með afbrigðum, og hann reyndi
ævinlega að koma á endurbótum, sem miðuðu að því að vekja áhuga
nemandans og að gera þeim námið léttara og hagnýtara. Starf lians
á því sviði er brautryðjendastarf. Af bréfi, er hann reit skömmu fyrir
dauða sinn, er ljóst, að hann taldi þetta eitt af mikilvægustu störfum
sínurn. Hjálpfýsi lians voru engin takmörk sett, og hið þrönga vinnu-
herbergi lians á jarðfræðistofnuninni stóð ávallt opið þeim, sent til
hans leituðu ráða og bendinga, og þeir voru margir. Aldrei hafði
hann svo annríkt, að hann gæfi sér ekki tíma til að hlnsta á byrjand-
ann og gefa honurn ráð og leiðbeiningar. Vinátta hans var fáorð og
traust.
Til íslands kom N. G. Hörner sumarið 1948 sem þátttakandi í
kynnislör þeirri, er Hans Allunann og Sigurður Þórarinsson geng-
ust fyrir. Hann minntist þeirrar ferðar jafnan síðan með gleði og
taldi hana vera eina þá lærdómsríkustu og skemmtilegustu, er liann
hefði farið. Nokkrar athuganir gerði hann og í íslandsferð sinni,
meðal annars á leirlögunum Irá hinum lorna botni Hagavatns. Hann