Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 40

Náttúrufræðingurinn - 1951, Page 40
182 NÁTTÚ RUFRÆÐINGURIN N og sá, er þetta ritar, tóku sýnisliorn ai' þessum leirlögum, og N. G. Hörner liafði í hyggju að rannsaka þau nánar. Þessi sýnishorn eru nú geymd í safni jarðfræðistofnunarinnar í Uppsölum. S.l. sumar rann- sökuðu nokkrir brezkir vísindamenn leirlögin við Hagavatn, eins og kunnugt er. Nokkrar athuganir gerði N. G. Hörner einnig á jök- ulleir og vatni úr nokkrum íslenzkum jökulám, og hann Jiafði unnið úr því að nokkru, en ekkert mun hafa birzt á prenti um þær athug- anir. Einnig gerði iiann nokkrar jarðvegsathuganir og rannsóknir á foksandþ m. a. í Þjórsárdal, við Sandvatn sunnan við Langjökul, við Heklu, í Landeyjum og á Mýrdalssandi. Um þetta ritaði hann stutta grein í tímaritið Ymer, 1. hefti 1949. Nils Gustav Hö'rner var fjölhæfur maður. Hann þekkti vel ís- lenzkar fornbókmenntir og hafði miklar mætur á þeim. Með næm- leika vísindamannsins skildi hann hina aldalöngu íslenzku baráttu fyrir frelsi og bættum lífskjörum. Samúð hans með okkar fámennu þjóð verður e. t. v. bezt lýst með þeim orðum, er hann lét falla, þegar við höfðum skoðað gamla bæinn á Keldum á Rangárvöllum. í laus- legri þýðingu voru þau á þessa leið: „Maður hlýtur að fyllast aðdáun á þeirri þjóð, sem hefur verið þess megnug að skapa og lialda við hárri, sjálfstæðri menningu undir svo erfiðum ytri aðstæðum, sem þessi gamli bær ber vitni um.“ Hin vísindalegu afrek N. G. Hörners eru svo víðtæk, að þau nægja til að halda nafni hans á lofti um ókomnar aldír. Norræn náttúru- vísindi hafa með honum misst einn af fremstu mönnum sínum. Mannkostir N. G. Hörners vega þó þyngra en öll hans vísindaaf- rek. Mikill er aðeins sá, sem góður er. Nils Gustav Hörner var góður maður. Við gröf þessa látna vinar koma mér í hug hin gömlu orð: „Þá kemur mér liann í hug, er ég heyri góðs manns getið —--“. Uppsölum í Svíþjóð, á hvítasunnudag 1951. Jón Jónsson frá Kársstöðum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.