Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 4
114
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
f
1. mynd. Hverfjall séð frá vestri. — Hverfjall seen from TI7. (Úr Barth 1941).
Monte Nuovo er eina fjallið, þeirra sem hér hefur verið getið, sem
er minna en Hverfjall. Það er því ekki stærðarinnar vegna, sem
Hverfjall hefur hlotið sinn lieiðurssess, lieldur mun það hafa ráðið,
að það er einna reglulegast og fagurskapaðast þessara fjalla. Til eru
þau verk, bæði af náttúrunni og mönnum gjörð, sem eru svo full-
komin uin form, að mönnum virðist, að ekki verði lengra komizt.
Þannig eru Stradivariusfiðla og norsk víkingaskip, þannig eru eld-
fjöll eins og Fuji, Trölladyngja — og Hverfjall.
Ef litið er á ytri gerð, er aðaleinkenni Hverfjalls o? líkra fjalla
það, að ummál gígsins er ákaflega stórt, miðað við hæð fjallsins og
efnismagn. Fjallið er raunverulega allt einn gígur, og er því nafnið
Hverfjall (hver í þingeyskri merkingu: gígur) alveg tilvalið nafn á
slíku fjalli. Það er eitt þeirra mörgu íslenzku örnefna á náttúrufyrir-
bærum, sem bera vott um skarpa athyglisgáfu og skilgreiningarhæfi-
leika forfeðra vorra. Mætti gera meira að jrví en verið hefur að taka
upp slík nöfn sem vísindaheiti, í stað jiess að Iinoða saman nýyrðum.
Því t. d. að búa til nafnið óshólmar, þegar til er í málinu örnefnið
Landeyjar. Ég fæ ekki fundið betra samheiti á eldfjöllum áður-
nefndrar gerðar en að kalla þau hverfjöll. Hliðstætt örnefni er Eld-
borg, sem notað er sem heiti á sérstakri gerð eldfjalla, og Skjald- ^
breið(ur), sem einnig hefði verið tilvalið samheiti á þeirri gerð eld-
fjalla, sem Þorvaldur Thoroddsen vegna misskilnings kallaði dyngju,
sem nú er orðið fast í málinu. Ég tel og rétt að taka örnefnið Ker
sem samheiti fyrir þá gerð sprengigíga, sem útlendir kalla Maar.
Eldri rannsóknir á Hverfjalli
Eins og fyrr getur, hefur vísindamönnum orðið tíðritað um Hver-
fjall. Skal hér í stuttu máli drepið á það helzta, sem skrifað hefur
verið um fjallið. *