Náttúrufræðingurinn - 1952, Qupperneq 8
118
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
á vorin, en gi'jót, sem losni úr gígveggjunum, velti niður eftir þessari
fönn niður í miðjan gígbotninn og hafi það hlaðið upp keiluna, sem
sé að líkindum enn að hækka. Hrygginn suður úr keilunni telur
hann myndast meðan skaflinn sé að eyðast. Þessa skoðun Gross-
manns aðhyllist Ólafur Jónsson í riti sínu Ódáðahraun (annað
bindi, bls. 175-176).
Austurríkismaðurinn Erich Zugmayer gekk á Hverfjall sumarið
1902, ásamt bróður sínum, og hefur liann skrifað fremur greinargóða
lýsingu á fjallinu. Hann telur það rnyndað í einu sprengigosi, og
álítur að e. t. v. sé innri keilan yngri, en geti þó verið rnynduð í lok
þess goss, er myndaði sjálft fjallið (Eine Reise durch Island, bls. 122
-124).
Tékkinn K. Schneider, sá er fyrr var getið, fór um Mývatnssveit
1905, og er sá fyrsti, sem mælir fjallið nokkuð nákvæmlega, og er
þverskurðarmynd hans af fjallinu að finna í mörgum kennslubók-
um. Mældist honum hæð fjallsins 155 m, en þvermál gígsins frá N—S
1085 m. Fjallið telur hann sömu gerðar og Skútustaðagígi og vera
hlaðið upp úr blökkum basalts og túffs (Beitráge zur physikalischen
Geographie Islands, bls. 6—7).
Þetta sumar og næstu sumur ferðuðust ýmsir Þjóðverjar um Mý-
vatnssvæðið og skrifuðu um Hverfjall. Eru sumar þessara lýsinga
næsta fjálgar og lítið á þeim að græða, s. s. lýsingar H. Erkes’s og C.
Kúchler’s (Wústenritte und Vulkanbesteigungen, bls. 216—221).
Meira er að græða á lýsingu eldfjallafræðinganna Knebels og Recks.
W. v. Knebel skoðaði Hverfjall 10. ág. 1905. Hann telur Hverfjall
vera risavaxinn sprengigíg, en mótmælir þeirri staðhæfingu Thor-
oddsens, að gosmölin samanstandi af hraunmolum, en telur hana
vera brot úr undirliggjandi basalti og túffi og segir hvergi sjást
minnsta vott þess, að hraun hafi kornið upp í gosinu (Studien in Is-
land, bls. 16—17). Hans Reck, sem skoðaði Hverfjall, ásamt Inu von
Grumbkow, 9. ág. 1908 (ísafold. Reisebilder aus Island, bls. 117) tel-
ur fjallið vera að mestu úr grunnbergi, en blandað gostúffi (Island,
bls. 143). Reck telur Hverfjall vera sömu gerðar og Hrossaborg og
telur bæði þessi fjöll vera „Erhebungskrater“, þ. e. a. s. mynduð við
það, að jarðlögin hafi spennzt upp, þar til er þau brustu í miðju og
lofttegundir þær, sem höfðu lyft þeim, fengu útrás, og sé það því hin
upprunalega lagskipting undirlagsins, sem sjá má í gígveggjunum.
Reck tekur hér upp kenningu landa síns, hins fræga jarðfræðings
Leopolds v. Buch, sem setti fram skoðunina um „Erhebungskrater“