Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 9

Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 9
HVERFJALL 119 árið 1818. Átti sú kenning miklu fylgi að fagna framan af 19. öld- inni, en hefur síðan verið kveðin niður að mestu. Sumarið 1937 dvöldu tveir kunnir jarðfræðingar á Mývatnssvæð- inu, Svisslendingurinn A. Rittmann og Norðmaðurinn Tom F. W. Barth, og hafa báðir skrifað um Hverfjall. Rittmann segir fjallið vera uppbyggt eingöngu úr hraungrýti og sandi. Mikið af þessu hraungrýti segir hann vera meira eða minna núið og telur það flúvíóglacíalt, þ. e. núið af jöklum og jökulvatni. Sumt af grjótinu segir hann sömu gerðar og Mývatnshraunin og telur það rnyndað eft- ir síðustu ísöld, en liann fann líka nokkuð af þéttu ólívínbasalti, sem hann telur dólerítískt og segir vera eldra. Hins vegar fann hann hvergi túff né ferskt gjall eða vikur. Fjallið telur hann myndað í einu miklu sprengigosi og áætlar að miðpunktur (focus) sprenging- arinnar hafi verið á 300—400 m dýpi. Innri keiluna og hrygginn suð- ur af henni telur hann vera hluta af hringlaga gíg („kleinen Ring- wall“) mynduðum í lok gossins, og hafi gosefni þá rutt sér braut upp með vegg aðalgígtrektarinnar, svo sem sýnt er á þversniði hans (Die Vulkane am Mývatn, bls. 20—22). Barth er líkrar skoðunar og Rittmann um myndun Hverfjalls, en segir fjallið hlaðið upp eingöngu úr túffi og palagónítþursabergi, og telur, að fannmyndun á vetrum og sumanegn muni í sameiningu liafa getað myndað innri keiluna (Craters and Fissure Eruptions, bls. 68-69). Allir þeir ofangi'eindir jarðfræðingar, sem reynt hafa að gera sér grein fyrir myndun Hverfjalls, eru, að Reck undanskildum, sammála um, að það sé sprengigígur, og þeir, sem eitthvað ræða aldur þess, telja það myndað eftir ísöld. Hins vegar eru mismunandi skoðanir þeirra um það úr hverju fjallið sé uppbyggt og virðist Þorv. Thor- oddsen vera sá eini, sem.hafi athugað gerð fjallsins nokkuð rækilega, en hundavaðsháttur verið á rannsókn flestra hinna. Skoðun Trausta Einarssonar ó myndun Hveríjalls 1 3. hefti Náttúrufræðingsins 1948 birtist grein um Hverfjall og Hrossaborg eftir prófessor Trausta Einarsson, og brjóta skoðanir hans mjög í bág við skoðanir fyrirrennara hans, enda vakti grein Trausta mikal athygli jarðfræðinga, a. m. k. íslenzkra. Trausti Ein- arsson er kunnur að því, að líta ýmis jarðfræðileg viðfangsefni öðr- um augum en aðrir íslenzkir jarðfræðingar og velta upp á þeim nýj- um hliðum, og einkennir þetta í ríkum mæli Hverfjallsritgerð hans.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.