Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 13
HVERFJALL
123
5. mynd. Austurbannur Hverfjalls. Séð til suð'urs; — 'J'he E rim of the Hverjjall crate'
View to thc S. — Ljósra. S. Þórarinsson.
ur af fjallinu liggur í 300 m hæð, <_r mesta hæð fjallsins yfir um-
hverfi sitt um 150 m. Minnst er hæð austurbarmsins, um 70 m. Botn
gígskálarinnar liggur 312 m y. s., eða 140 m lægra en hæsti gígbarm-
urinn. Innri keilan er um 37 m há. Halli gígveggjanna að utan er
víðast jafn, 24°—26°, frá fjallsrótum næstum upp að gígbarmi.
Norðurnorðaustan á fjallinu er hallinn þó nokkru minni, eða 20°—
22°. Halli gígveggjanna að innan er um 25°. Utan á innri keilunni
er hallinn um 20°. Ávalinn á gígbarminum er um 15 m breiður.
Yzta lag Hverfjalls, bæði að utan og innan, er laus ruðningur af
grjóti, möl og sandi (5. mynd). Mestmegnis eru steinarnir köntóttir,
en þó má finna meira eða minna ávala steina innan um. Hér og þar
má finna steina, sem eru 60—70 sm í lengsta þvermál, og stærsti steinn-
inn, sem ég hef rekizt á, uppi í miðjum NA veggnum innanverðum,
er 1.7 • 1.8 * 1.6 m, eða um 4.5 m3, og mun vega um 12 tonn. Margir
stærstu steinarnir eru úr tiltölulega Ijósu, nokkuð fornlegu ólívín-
basalti, sem bæði á veðrunarflötum og í brotsári er eins og straum-