Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1952, Qupperneq 20

Náttúrufræðingurinn - 1952, Qupperneq 20
SigurSur Pétursson: Sólarorkan og þörungarnir Það virðist í fljótu bragði heldur ósennilegt, að lítt áberandi plöntur, eins og þörungarnir, geti orðið mikilvægt eldsneyti og orku- gjafi. Þetta er þó engin fjarstæða, og hafa þegar verið gerðar merkar tilraunir, sem bent geta í þessa átt. Ekki mundi samt slíkt eldsneyti vera samkeppnisfært við kol og olíu, eins og verð á þeim vörum er nú. En kol og olía unnin úr jörðu eiga vafalaust eftir að hækka mjög í verði og síðar að verða ófáanleg með öllu, þegar námurnar eru tæmdar. Þá kemur að því, að grípa verður til nýrra aðferða til öfl- unar orku, og þá vafalaust sumra, sem nú þykja harla ólíklegar. Það verður vafalaust bráðlega eitt helzta áhyggjuefni mannkyns- ins, hvernig aflað skuli orku til reksturs á vélum, til hitunar og til ljósa. Enn sem komið er, þá eru það helzt eigendur olíufélaganna, sem eru orðnir sér þessa meðvitandi. Þeir sjá nú þegar, að olíulind- irnar verða alltaf vandfundnari og torunnari og sennilega bráðum allar þurrausnar. Bílstjóri í Reykjavík, sem keyrir á olíustöð árið 1952 og kaupir benzín á bílinn sinn, spyr aðeins að því, hvað benzínið kostar, en ekki um hitt, hversu miklar birgðir af olíu séu til í heiminum, eða hvort nokkuð benzín muni fáanlegt árið 2052. Hann mundi senni- lega verða talsvert hissa, er lionum væri tjáð, að birgðir þær af olíu, sem vitað er um í jörðu, endast líklega ekki nema svona í 15 ár. Og á meðan bílstjórinn tiltekur, hversu marga lítra af þessu einkar hentuga eldsneyti, benzíninu, hann vill fá á geyminn í bílnum sín- um, þá sitja nokkrir verkfræðingar og kaupsýslumenn á fundi í ein- hverri fjarlægri borg og brjóta heilann um það, hvernig fullnægt verði olíueftirspurninni í heiminum næstu áratugina. Þeir ráðgera olíuleit á nýjum stöðum. Ef til vill í fjarlægum heimsálfum, langt inni á eyðimörkum, inni í óbyggðum, úti á hafi eða handan við risa- háa fjallgarða. Ef til vill verður yfir fen og í gegnum frumskósa að sækja. þar sem allt morar í flugum, sem bera malaríu eða gulusótt. Og svo getur þannig farið, að engin olían finnist. Verkfræðingarnir og kaupsýslumennirnir hafa þungar áhyggjur. En bílstjórinn í

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.