Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 21

Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 21
SÓLARORKAN OG ÞÖRUNGARNIR 131 Reykjavík greiðir fyrir benzínið sitt og eknr í léttu skapi til Þing- valla. Síðustu 25 árin hefur olíunotkunin í heiminum aukizt að meðal- tali um 4% á hverju ári, en nú er ársnotkunin komin upp í 2.000.000.000 tunnur (1 tunna er nær 160 lítrar). 30% af þessari olíu eru notuð til framleiðslu á hinurn margvíslegustu efnum, en hitt fer til brennslu. Frá 1859 til 1951 hafa verið unnar 41.000.000. 000 tunnur of olíu, en talið er að jretta sé þó aðeins lítill hluti af allri þeini olíu, sem til er í jörðu. Vafalaust finnst mikið af olíu ennþá. T. d. var vitað um meira af óunninni olíu árið 1951 en árið 1950. En í janúar 1951 var vitað um olíulindir, sem með sömu notk- un mundu endast í 15 ár. Nokkur huggun er jrað, að vitað er um mjög mikið magn af óunnum kolum, en úr þeim má vinna olíu, eins og kunnugt er. Sennilegt er talið, að þessar orkulindir endist næstu tvær til þrjár aldirnar. Það er erfitt að hugsa sér, hvernig mannkynið á að geta komizt af án olíu og kola. Þá hugsun verður jró að hugsa til enda, því að þessir orkugjafar eru sjóðir, sem stöðugt fara minnkandi, þar sem útgjöld þeiiTa eru mörg jrúsund sinnum stærri en tekjurnar. Það er því eðli- legt, að manni verði oft hugsað til jress orkugjafa, sem ekki er fyrirsjáanlegt að jrrjóti í náinni framtíð, en það er sólin. Til hennar má rekja upptök allrar.þeirrar orku, sem vér jiekkjum hér á jörðu. Olía og kol eru aldagömul sólarorka. Orka, sem grænar plöntur hafa bundið fyrir miljónum ára og geymzt hefur síðan í leifum alls konar plantna og dýra, djúpt í jörðu, allt fram á þennan dag. Uppgufun á vatni á yfirborði jarðar og mishitun yfirborðsins af völdum sólar- geislanna er upphaf hinna orkumiklu náttúrufyrirbrigða, fallvatn- anna og vindanna. Og jarðhitann og kjarnorkuna má rekja til þeirr- ar glóðar og þungu atómkjarna, sem geymzt hafa í iðrum jarðar og eru af sama uppruna og sólin. En öll er þessi nýtanlega jarðneska orka aðeins hverfandi lítill hluti af jreirri geysimiklu orku, sem sólargeislarnir flytja stöðugt til jarðarinnar. Vísindamaður einn hefur reiknað þetta út og komizt að eftirfarandi niðurstöðum. Hugsum oss, að saman væru komin öll þau kol, olía og jarðgas, sem liugsanlegt er að hægt verði að afla í framtíðinni, að höggnir liefðu verið í brenni allir skógar jarðarinn- ar, og að þar við bætist allt það úraníum og þóríum, sem frekast er hugsanlegt, að til sé á jörðinni og unnt sé að vinna. Hugsum oss svo, að öllu þessu orkugefandi efni væri dreift jafnt um allt yfirborð

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.