Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 22
132 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN jarðarinnar og orka þess leyst úr læðingi með þeim hraða, að ná- kvæmlega jafnaðist á við þá orku, sem jörðin fær frá sólinni, og gæti því komið í stað hennar um stundar sakir. Með slíkri notkun myndu þá öll þessi miklu orkuauðæfi jarðarinnar aðeins endast í þrjá daga. Svo mikil er orka sólarinnar, að sá litli hluti, sem til jarðarinnar berst, er 30.000 sinnum meiri en öll sú orka, sem nú er notuð bæði úr eldsneyti og fallvötnum. Þar sem svo rnikil orka berst með sólargeislunum til jarðarinnar, og orkulindir jarðarinnar sjálfrar eru svo mjög takmarkaðar, þá er það eðlilegt, að menn liugleiði þann möguleika að binda orku sólar- geislanna á einhvern fljótvirkari iiátt en gert hefur verið til þessa. Hefur þegar verið bent á ýmsar aðgerðir, til þess að gera slíkt, en ekki eru þær ennþá svo fullkomnar, að þær séu samkeppnisfærar við vatns- aflsvirkjanir eða framleiðslu á kolum og olíu, eins og nú er háttað. Sú aðferð, sem beinast virðist liggja við til vinnslu á sólarorku, er að nota safngler eða holspegla, til þess að safna geislunum saman, og liita með þeim vatn. Eru slík tæki þegar til og í notkun, þó að í smá- um stíl sé. Það er kunnugt, að furðu lítinn hitamun þarf til Jress, að nota megi hann til Jress að knýja aflvél. Það hefur t. d. komið til mála að hagnýta á slíkan hátt þann hitamun, sem í hitabeltinu er á milli efstu laga sjávarins og þeirra, sem dýpra liggja. Hitamunur þessi stafar auðvitað af því, hversu yfirborð sjávarins hitnar þarna mikið af geislum sólarinnar. Til eru efni, sem hafa þann eiginleika, að safna í sig ljósgeislum og senda þá síðan aftur frá sér um nokkurn tíma eftir að geislaupp- takan hættir. Er sagt, að slík el'ni séu fosfóriserandi. Til mála getur komið að safna sólargeislum í Jrannig löguð efni á daginn, og nota þá svo til lýsingar á næturnar. Aðferð sú sem mestar vonir eru tengdar við eins og stendur, til Jress að binda orku sólarinnar, er sú, sem grænu plönturnar nota við tillífun kolsýrunnar. En með hjálp blaðgrænunnar binda plönturn- ar, sem kunnugt er, orku sólargeislanna, og nota hana til þess að byggja upp orkurík efnasambönd, eins og sykur og mjölva, úr hin- um orkusnauðu samböndum koltvíildi og vatni. Á þennan hátt er öll sú orka til komin, sem vér sækjum nú í kolin og olíuna. En að- ferð plantnanna er seinvirk og það hefur tekið þær miljónir ára að binda þá orku, sem safnazt hefur fyrir í kolunum og olíunni. Slíkar aðferðir virðast vera allt of seinvirkar, til þess að hægt sé með Jreim að bæta verulega úr orkuþörf nútímans.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.