Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 23
SÓLARORKAN OG ÞÖRUNGARNIR
133
En plönturnar eru ekki allar jafn hægfara í efnaskiptum sínum,
t. d. eru þær mjög misjafnlega afkastamiklar við tillífun kolsýrunn-
ar. Það er alkunna, að örsmáar frumur eru oft mjög afkastamiklar,
þ. e. efnaskiptin, sem þær valda, eru geysilega yfirgripsmikil miðað
við stærð frumunnar. Þannig er þessu líka varið með suma örsmáa
grænþörunga. Þeir virðast með hjálp sólarljóssins og blaðgrænunnar
geta byggt upp orkurík efnasambönd, eins og sykrunga og feiti, með
ótrúlegum hraða.
Eins og stendur, er það grænþörungurinn Clilorella pyrenoidosa,
sem dregið hefur að sér athyglina. Er þörungur þessi örsmár, en get-
ur vaxið mjög hratt, ef nægileg kolsýra er í vatninu. Við ræktun í
15 cm djtipu vatni getur hann bundið 2% af orku þeirra sólargeisla,
sem á yfirborðið falla. Við ræktun venjulegra mat- og fóðurjurta
næst aftur á móti aðeins 0,1% af orku sólargeislanna. Hefur þörung-
urinn skilað uppskeru, sem nemur 15 tonnum af jDurrefni á ekru
(ekra er ca. 0,4 hektari), en Jjað er fimmfalt á við beztu uppskeru af
venjulegum mat- og föðurjurtum. Þó telja vísindamenn að liægt
muni enn að þrefalda afköst þörungsins. Hefur Carnegie stofnunin
í Bandaríkjunum gert tilraunir með þessa ræktun í stórum stíl.
Hvernig þörungarnir verða notaðir sem orkugjafi í framtíðinni,
er ekki unnt að segja ennþá. Möguleikar eru til Jaess að vinna úr
þeim eldsneyti fyrir hreifla á efnafræðilegan hátt. Er talið, að 1.000
tunnur af slíku eldsneyti fengjust af 22,4 ekrum, ef uppskeran er 35
tonn af þörungaþurrefni af hverri ekru. Segja má, að eldsneytisfram-
leiðsla svipuð þessari hafi átt sér stað lengi, en Joað er framleiðsla á
vínanda, en hann er bæði notaður til brennslu og á hreifla, Jjó að í
smáum stíl sé. Vínandi er sem kunnugt er framleiddur úr sykri við
gerjun með gersveppum, en sykurinn er oftast unninn úr fjölsykr-
ungum s. s. mjölva og sellulósa.
En vísindunum fleygir stöðugt fram, og fyrr en varir má búast við,
að gátan um starfsemi blaðgrænunnar verði leyst. Þess verður ef til
vill ekki langt að bíða, að í stað þörunga og annarra plantna með
blaðgrænu geti komið eitthvert litarefni, framleitt í efnaverksmiðju,
sem notað verði sem hvati til að breyta koltvíildi og vatni í sykrunga
með hjálp sólargeislanna. Tilraunir hafa jiegar verið gerðar í Jressa
átt, og gefa niðurstöður þeirra góðar vonir. Ef til vill verður það af
slíkum uppruna eldsneytið, sem bílstjórinn í Reykjavík tekur á bíl-
inn sinn árið 2052.
Heimild: Roger Adams: Man’s Synthetic Future. Science 15. febr. 1952.