Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 24

Náttúrufræðingurinn - 1952, Síða 24
Finnur Guðmundsson: íslenzkir íuglar III Seíönd (Podiceps auritus (L.)) Seföndin eða flórgoðinn, eins og þessi tegund er oft kölluð, vegur aðeins 400—600 g og er þvx fremur lítill fugl. Litarmunur eftir kynferði er enginn, en kvenfuglar eru oftast lítið eitt minni en karlfuglar. I varpbúningi er seföndin svört að ofanverðu, með mjóurn, gráleitum fjaðrajöðrum, einkum á framanverðu baki og herðum. Handflugfjaðrir eru brúnar, en armflugfjaðrir að mestu hvítar, og mynda þær hvítan vængspegil, sem er mjög áberandi á flugi. Að neðanverðu er seföndin hvít með sterkum silkigljáa, og á síðum sótrauð með grásvört- um fiikrum. Ofan á höfði, á hnakka og aftan á hálsi er hún svört, en framan á hálsi og á hálshliðum sótrauð. Frá rótum efra skolts að augum ganga sótrauðar rákir (taum- ar) og aftur frá augurn rauðgular rákir, með löngum og mjóum fjöðrum aftan til, er mynda hina svonefndu eyrnaskúfa. Á kverk, á vöngum neðan við augu, efst framan á hálsi og á hálshliðum er hún svört, og á hálshliðum eru hinar svörtu fjaðrir mjög langar og mynda eins konar kraga efst á hálsmum. — í vetrarbúningi vantar eyrna- skúfana og hálskragann, og hvergi vottar þá fyrir rauðum lit á fuglinum, nema hvað nokkrar ryðrauðar fjaðrir finnast oftast aftan við augun. Að ofanverðu er fuglinn all- ur svartur, einnig ofan á höfði, á hnakka og aftan á hálsi. Að neðanverðu er hann hvítur, en á síðum svart- og hvítflikróttur. Á kverk, á vöngum neðan við augu, efst framan á hálsi og á hálshliðum er hann hvítur, en á neðanverðum hálshliðum grá- svartur og framan á hálsi neðanverðum gráíróttur. Flugfjaðrir eru eins á lit og í varp- búningi. — Nefið er svart, ljóst eða hvítleitt í oddinn og meira eða minna rauðgrátt við rótina, einkum á neðra skolti. Fætur cru blágráir eða grængráir, stundum með rauðleitum írum á tánum. Rist og úttá að utanverðu, og tær og sundblöðkur að neðan grásvart. Lithimnan (iris) er ljósrauð eða bleikrauð. í Evrópu er seföndin varpfugl í norðurhéruðum Skotlands (sjaldgæf), Norður-Nor- egi, Svíþjóð, Finnlandi, Eystrasaltslöndunum og Rússlandi (frá 55° norður að 65°). í Asíu er hún varpfugl í Síbiríu frá Úralfjöllum austur að Kyrrahafi, og i Ameríku í Alaska og Kanada og í nyrztu ríkjum Bandarikjanna. Hér á landi er seföndin sums staðar allalgengur varpfugl, en annars staðar vantar hana alveg. Mér er t. d. ekki kunnugt um, að hún verpi nokkurs staðar á Vestfjarða- kjálkanum og ekki heldur i Dalasýslu og Hrútafirði. En strax og fer að halla austur af Hrútafjarðarhálsi fer hennar að verða vart, og þaðan og austur á Fljótsdalshérað er hún víða ekki óalgeng sem varpfugl. Á Austfjörðum sunnan Héraðsflóa er hún óþekkt sem varpfugl og sama er að segja um Suðausturland. Danski fuglafræðingurinn R. Hörring (ópr. dagbók) getur þess þó, að hann hafi séð hjón með stálpaða dúnunga á tjörn við Djúpavog í ágúst 1907. Er ekki óhugsandi, að hún verpi þar enn og ef til víðar á þessum slóðum. Ennfremur þykir mér ekki ólíklegt, að hún verpi í Mýrahreppi og ef til vill víðar í A.-Skaft„ en öruggar heimildir eru þvi miður ekki fyrir hendi um það. Þegar kemur vestur fyrir Skeiðarársand, fer aftur að verða vart við seföndina. í Meðallandi er hún t. d. fremur algengur varpfugl, og þaðan og alla leið til Snæfells- ness er hún þekkt sem varjxfugl hér og þar. Á sumrin heldur seföndin sig eingöngu á ósöltu vatni, en á vetrum aðallega á sjó með ströndum fram. í Norður-Ameriku og á Bretlandseyjum og ef til vill víðar heldur hún sig þó talsvert á ósöltu vatni á veturna. Hér á landi eru varpstöðvar sefandarinnar

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.