Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 29
Helgi Jónasson: Grasaleit í Útmannasveit og Eiðaþinghá sumarið 1951 Sumarið 1951 var ég stuttan tíma við gróðurathuganir á Austur- landi, í Útmannasveit og norðurhluta Eiðaþinghár. Það er vel gróið land og fjölskrúðugt. Fann ég þarna um það bil 260 tegundir byrkninga og blómplantna, en að sjálfsögðu hefur mér sézt yfir margt. Meginhluti láglendisins er votlendi, stærri og smærri ,,blár“. Eru þar mest og samfelldust hin miklu engjaflæmi meðfram Selfljóti norðantil, Bóndastaða- og Hjaltastaðablár. Sunnar eru klapparásar á milli mýrarsunda og tjarna. Norður með Selfljóti að austan eru hæðóttar fjallahlíðar. Þar er gróðurríkt og mikið skrúð litsterkra blóma. Á köflum minnir það á það, sem segir í sálminum: „Þar gróa í grænum hlíðurn með gullslit blórnin smá.“ Ber þar mik- ið á gullsteinbrjóti og ýmsurn fíflum, blágresi, bláklukku og týs- fjólu. Af hvítum blómum er vallhumall, hvítmaðra, hjónagras og friggjargras, að ógleymdri geitahvönn, sem þarna er mikið af. Skógar eru ekki svo kallað verði með því nafni. En víða eru birkirunnar og smákjörr. Víðáttumest og samfelldast er það í Ósfjöllum norðan- verðum og er þar svo sem mittishátt. Reyniviðanmnnar eru þar nokkrir. Eitt reynitré, svo sem fjögurra metra hátt, sá ég í kletta- sprungu stutt frá Dölum. Hér á eftir eru taldar nokkrar liinna sjaldgæfustu plöntutegunda, sem ég fann, og fundarstaðir þeirra: Lcnsutungljurt (Botrychium lanceolatum). Á Sandbrekku og Unaósi. Á báðum stöð- unum í valllendiskinnum rétt við túnin. Fá eintök á hvorum stað, en stór og þroskaleg. Af burknum sést ekki mikið. Mest er af tófugrasi, en þó heldur iítið. Skjaldburkna fann ég aðeins á einum stað, Sandbrekku. LiÖfœtlu (Woodsia ilvensis) fann ég á einum stað, framan í kletti hjá Bóndastöðum, og köldugras (Polypodium vulgare) á öðrum stað, lika framan í kletti hjá Hrollaugsstöðum. Á láglendinu kringum Gagnstöð og Heyskála eru margar tjarnir og síki. í þeim er mikill gróður vatna- og votlendisjurta. Þar vex mikið af álftalauk (Isoetes echinospora) að dænta eftir lausum blöðum af honum, scm fuglar hafa slitið upp og fljóta í þykkum

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.