Náttúrufræðingurinn - 1952, Page 30
138
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
breiðum á vatninu. Fann ég mikið af honum á grynnslum og i þornuðum ijarnarstæð-
um. Hvarvetna á þessum slóðum vaxa nykrur í vötnum og tjörnum. Algengastar eru
þráðnykra og grasnykra. Hjá Hóli, Gagnstöð og Heyskálum er smánykra (Potamogí ton
pusillus) i þéttum breiðum og blóm og aldin algeng. Blöðrunykra (P. natans f. pio-
lixus) er algeng á þessu svæði. Vex hún víða þétt og þekur yfirborð vatnsins með blöð-
um sínum. Fjallnykru (P. alpinus) fann ég á tveinr stöðunr, í Eiðavatni og í tjörn hjá
Bóndastöðum. Hjartanykra (P. perfoliatus) er mikil í Eiðavatni og í tjörnum hjá
Bóndastöðunr og hjá Hrollaugsstöðum. Langnykra (P. praelongus) finnst í nokkrum
djúpunr tjörnum hjá Bóndastöðum (Torftjörn) og hjá Hrollaugsstöðum.
Knjáliðagras (Alopecurus geniculatus) vex í kringum bæinn á Bóndastöðum, en
verður ekki vart í túninu, þegar lengra kemur frá bænum. Lotsveifgras (Poa laxa
flexuosa) er í lausaskriðum vestan í Sönghofsfjalli og líka uppi á því (431 nr) á smá-
grýttum melum. Allmikið.
Vatnsnœli (Scirpus acicularis) er víða. Mest er það í kringum Eiðavatn og í því, með
fram löndunum. Þar eru stórar spildur meðfram vatninu algrónar vatnsnæli, bæði
aðaltegundinni og tilbrigðinu f. submersa. Líka er mikið vatnsnæli við tjarnir hjá Hóh
og Gagnstöð og á leirunum við Selfljót hjá Unaósi. Móastör (Carex rupcstris) má lieita
algeng, og víða er mikið af henni. ígulstör (C. echinata) er nokkuð sjaldgæf. Fundin á
fjórum stöðum: Sandbrekku, Bóndastöðum, Hrollaugsstöðum og Unaósi. Heigulstör
(C. glareosa) á nokkrum stöðum við Selfljót, frá brúnni lijá Unaósi og norðureftir.
Dvergstör (C. glacialis). Fann mjög lítið af henni, aðeins á tveim stöðum: Tókastöðum
og Sandbrekku. Örfá eintök á hvorum stað. Fölvastör (C. livida). Þessa starartegund
fann ég fyrst hinn 26. ágúst 1937 hjá Geitafelli í Reykjahverfi N. Mjög fá eintök á
litlum bletti. Næst fann ég hana hinn 26. ágúst 1941 í Höfðahverfi N. Þar óx hún mjög
strjált á allstóru svæði — frá Lómatjörn og norður hjá Grýtubakka. Eftir eintökum
þaðan var hún tekin með í III. útgáfu af Flóru íslands. En sumir grasafræðingar efuð-
ust um, að það væri rétt nafngreining, heldur væri þetta belgjastör (C. panicea). í sum-
ar fann ég svo mikið af þessari tegund, að ekki verður lengur efazt um, að það sé Carex
livida, sem um er að ræða. Hún er töluvert mikið útbreidd frá Ormsstöðum í Eiða-
þinghá að Hrollaugsstöðum í Útmannasveit og vex nokkuð þétt á sumum stöðum, t. d.
í Bóndastaðablá í kringum Torftjörn. Þar var hún svo þétt, að mér virtist hún vera
þriðji hluti af gróðrinum. Hvar sem ég hef fundið fölvastör, hefur jarðvegsástandið
verið hið sama: lárétt mýri, svo blaut að næstum vatnar yfir jarðveginn. Gullstör (C.
serotina). Fundin á einum stað hjá Sandbrekku, þar sem heita Lyngásar, austan Bjarg-
landsár. Flœðaslör (C. subspathacea). Á nokkrum stöðum við Selfljót norður undir sjó.
Hvítstör (C. bicolor). Við Bjarglandsá hjá Sandbrekku.
Dökkasef (Juncus castaneus). Mjög lítið. Á einum. stað hjá Tókastöðum. Hnúðasef
Q. bulbosus). Víða mjög mikið, einkum hjá Sandbrekku, í kílum og síkjum þar í eng-
inum. Á Bóndastöðum, Gagnstöð og Heyskálum vex það mikið.
Trjónubrúsi (Sparganium angustifolium) er algengur í pollum og tjörnum, og er
víða mikið af honum. Mógrafabrúsa (S. hyperboreum) sá ég á nokkrum stöðum, en
óvíðar og minna en undanfarandi tegund.
Af brönugrösum eru barnarót, friggjargras og hjónagras algeng. Brönugras (Orchis
maculata) fann ég á tveim stöðum: Gilsárteig og Sandbrekku. Tviblöðku (Listera cor-
data) fann ég á nokkrum stöðum hjá Unaósi, í Ósfjöllum, og krœklurót (Corallorhiza
trifida) á Sandbrekku og Gilsárteig.