Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 31
GRASALEIT í EIÐAÞINGHÁ OG ÚTMANNASVEIT
139
Stómetla (Urtica dioica) helur að sögn vaxið langa lengi á Ásgeirsstöðum í Eiða-
þinghá og verið ílutt þaðan á nokkra staði í nágrenninu, þ. á. m. i kirkjugarðinn á
Eiðum. Allar plönturnar, sem ég sá, voru karlplöntur.
Snœkrcekill (Sagina intermedia). Nokkur eintök uppi á Sönghofsfjalli.
Jöklasóley (Ranunculus glacialis). Uppi á Sönghofsfjalli og í skriðum vestan í því,
niður undir fjallsrætur.
Alurt (Subularia aquatica) er algeng, þar sem skilyrði eru fyrir hana að vaxa. Víða
i stórum breiðum, svo sem við Eiðavatn og á leirum við Selfljót utarlega. Sliriðnablóm
(Arabis alpina) fundið á einum stað í Sönghofsfjalli. Melskriðnablóm (Cardaminopsis
petraea) er heldur sjaldgæft. Á eyri við Lagarfljót og á nokkrum stöðum í Sönghofs-
fjalli.
Umfeðmingsgras (Vicia cracca). Eiðar, í gras- og lyngmóum, stutt frá rafstöðinni.
Mýraertur (Lathyrus palustris) fann ég á tveimur stöðurn eftir tilvísun annarra. í Sand-
brekku fundust mýraerturnar fyrir nokkrum árum þar í enginu. Erturnar vaxa þarna
á hér um bil 100 metra löngum kafla í rimajaðri í hrís- og viðarbúskum. Á sumum
stöðum vaxa þær niður í gras- og stararönd meðfram rimanum. Uppi á sjálfum riman-
um fann ég þær ekki. Aðeins eitt eintak var blómgað, og voru blómin fölnuð. Að sögn
hafa erturnar stundum á undanförnum árum blómgazt mikið þarna. Á öðrum bæ,
Ketilsstöðum, í sömu sveit, vaxa mýraertur á allstórum bletti i túnfætinum. Vaxa þær
nokkuð þétt og blómstra mikið. Þær eru slegnar árlega, og fólkið kallar þær umfeðm-
ing. Jóhannes Kjarval, listmálari, var á þessum slóðum í sumar. Hann málaði mynd
a£ þessum „umfeðmings“-reit, þegar liann var í fullum blóma. Því miður gat ég ekki
komið því við að skoða sjálfur þennan fundarstað. En bóndinn á Ketilsstöðum var svo
vænn að útvega mér nokkur eintök og koma með þau í veg fyrir mig, þegar ég fór þar
um veginn. Af þeim eintökum gat ég séð, að þetta voru mýraertur. Ekki get cg sagt
um, hvort þær bera þarna þroskuð aldin. En mér þykir ekki ósennilegt, að svo kunni
að vera, þegar vel árar. í skrúðgarði á Sandbrekku fann ég rytju af einhverri ertuteg-
und. Minnti hún helzt á fuglaertur (L. pratensis). Óvíst, hvaðan komin, en gæti verið
úr nágrenninu, og vaxi hún þar einlivers staðar villt. Hvitsmári (Trifolium repens) er
víða, einkum á gömlum túnum, cn hvergi sá ég mikið a£ honum.
Langavatn heitir á milli Ormsstaða og Tókastaða. Meðfram því vex mikið a£ sól-
dögg (Drosera rotundifolia), og víðar er hún þar í grennd.
Bjöllulilju (Pirola rotundifolia) fann ég á einum stað í Lyngásum lijá Sandbrekku og
tveim stöðum í skógarkjarri hjá Unaósi. ,
Sjöstjarna (Trientalis europea) er til og frá. Helzt í deigum brekkuhöllum.
Kattarauga (Myosotis arvensis) sá ég ekki nema á einum stað, í skrúðgarði á Sand-
brekku. Aðflutt, en óvíst hvaðan.
Blákolla (Prunella vulgaris) er sjaldgæf. Séð á einum stað, hjá Ormsstöðum.
Efjugras (Limosella aquatica). Á leirunum við Selfljót, norðan við Unaós, og við
tjarnir lijá Heyskálum.
Krossmaðra (Galiurn boreale). Einn lítill toppur á Sandbrekku.
Garðabrúða (Valeriana officinalis). Utan við túnið á Sandbrekku. Mun hafa borizt
þangað heiman frá bænum úr skrúðgarði.
Þistill (Circium arvense). Hjá rafstöðinni á Eiðum vex þistill. Sagan segir, að þarna
hafi Tyrki verið drepinn fyrir langa löngu og hafi þistillinn sprottið upp af blóði
hans.