Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 33

Náttúrufræðingurinn - 1952, Blaðsíða 33
Ritstjórarabb í fyrsta hefti þessa árgangs æskti ég þess, að kaupendur og lesendur Náttúrufræð- ingsins skrifuðu mér og segðu mér álit sitt á tímaritinu. Mér hafa borizt nokkur bréf, og þakka ég þeim, sem skrifað hafa. Er eitt þessara bréfa birt hér í heftinu, því að það gefur góða hugmynd um óskir og álit margra lesenda. Vonast ég til að fá fleiri bréf viðvíkjandi tímaritinu frá lesendum þess. I>að gleður mig að frétta, að sú nýbreytni, að hafa í hverju hefti myndaseríu, prent- aða á sérstakan myndapappír, mælist mjög vel fyrir; það hvetur okkur til að halda þessum seríum áfram, enda þótt það hafi verulegan kostnaðarauka í för með sér. Auðsætt er af bréfunum, að ýmsum lesendum þykir Náttúrufræðingurinn nokkuð þurr og strembinn, of „vísindalegur". Okkur, sem að tímaritinu stöndum, kernur þessi skoðun ekki á óvart. En í þessu sambandi er þess að geta, að hið megnasta óstand rikir hér í landi um útgáfu náttúrufræðilegra vísindaritgerða. Þeir náttúrufræðingar, sem hér starfa, eru í hreinustu vandræðum með að koma ritsmíðum sínum á prent. Það fé, sem veitt er árlega til útgáfu vísindalegra rita, er hverfandi lítið í samanburði við þörfina. Samkvæmt lögum er Náttúrugripasafninu skylt að gefa út seríu vísinda- rita, Acta naturalia islandica, auk skýrslu safnsins. Til þessarar útgáfustarfsemi eru safninu ætlaðar 10.000 kr. árlega. Hversu langt þetta fé hrekkur, má dæma af því, að útgáfukostnaður þeirrar einu ritgerðar, sem safnið gaf út á síðasta ári, ritgerðar um sandsxlið eftir dr. Hermann Einarsson, var nær 15.000 kxónur. Það er því varla, að safnið gæti gefið út eina ritgerð annaðlivert ár auk skýrslu, en ný efni fyrirliggjandi lil að gefa út margar ritgerðir árlega. Það er furðuleg ráðsmennska, að veita náttúrufræð- ingum styrki árlega til vísindarannsókna, en skeyta engu um að koma árangri þessara rannsókna á prent. Það virðist lítill munur á, hvort hin vísindalegu verkefni liggja óleyst úli í náttúrunni eða þau liggja leyst í kolli einhvers náttúrufræðingsins, cf hann kemur lausninni hvergi á framfæri. Náttúrugripasafnið þyrfti minnst 50 þúsund krón- ur árlega til útgáfu vísindarita. Afleiðingin af þessu ástandi er, að náttúrufræðingarnir reyna að fá birtan árangur- inn af rannsóknum sínum í Náttúrufræðingnum, og vilja þá eðlilega hafa vísindasnið á þessum ritsmíðum, birta útdrátt úr þeim á ensku, svo að útlendingar geti eitthvað ráðið í efni þeirra, o. s. frv. Hafa slíkar ritgerðir verið aðalefni Náttúrufræðingsins síðustu árin. Ég vil þó ekki, að orð min séu skilin svo, að ég sé andvígur því að hafa visindasnið á þeim greinum, sem íslenzkir náttúrufrxeðingar birta í Náttúrufræðingnum um rannsóknir sínar. Það á að vera hægt að skrifa læsilega án þess að sleppa af kröf- um um vísindalega nákvæmni, og útdrátt á ensku úr slíkum greinum tel ég sjálfsagt að birta, enda hafa flest alþýðleg náttúrufræðitímarit annarra smáþjóða tekið upp þann sið. Þessar „vísindaritgerðir" auka mjög gildi Náttúrufræðingsins sem heimildarits um íslenzka náttúrufræði. En hitt er annað mál, að of mikið má birta af slíkum ritgerðum á kostnað annars efnis, sem tímaritið þarf að birta til að geta kallazt alþýðlegt fræðslu- rit um náttúrufræði.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.