Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 34

Náttúrufræðingurinn - 1952, Side 34
142 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Hún verður að teljast réttmæt sú kvörtun ýmissa lesenda, að of litið sé birt i ritinu af erlendu, fréttnæmu efni náttnrufræðilegs cðlis. Úr þessu ætti að vera liægt að bæta, og er okkur náttúrufræðingunum um að kenna, ef það verður ekki gert. Það verður að segjast eins og er, að náttúrufræðingar þeir, sem hér starfa, gera alltof lítið að því að viða að sér efni úr sinni fræðigrein úr erlendum bókum og tímaritum, og senda Nátt- úrufræðingnum, og vantar ]ró ekki, að reynt sé að jagast i þeim að gera þetta. Það er ekki hægt að ætlast til þess, að ritstjórinn hætti sér mikið út fyrir sínar eigin sérgreinir í leit að efni, þar verða aðrir að hlaupa í skarðið. Eins væri sanngjarnt að ætlast til þess, að þeir ungu menn og konur, sem dveljast við náttúrufræðinám erlendis, sendu tímaritinu greinar og fréttir stöku sinnum. Þeir ættu að eiga hægar með að fylgjast með nýjungum en við hér úti i fásinninu. Þar að auki er ósköp hollt fyrir þá, sem dveljast langdvölum við nám í framandi landi, að skrifa af og til greinarkorn á sínu móðurmáli. Raunverulega þyrfti Náttúrufræðingurinn að stækka vir 12 örkum upp í 16 arkir ár- lega til að geta rækt hlutverk sitt sem eina alþýðlega timaritið i náttúrufræði, sem út er gefið i þessu landi náttúruundra. Vonandi á slík stækkun tímaritsins ekki mjög langt i land. S. Þ. Bréf sent NáttúrufræSingnum Dr. Sigurður Þórarinsson. í síðasta hefti Nátlúrufræðingsins getið þér þess, að þér séuð þakklátir „hvers kyns óskum og ábendingum kaupenda viðvíkjandi tímaritinu". — Vegna þessara ummæla sendi ég yður línur þessar. Mér er það mikið ánægjuefni, að yður er sýnilega áhugamál að gera Náttúrufræð- inginn sem bezt úr garði, jafnt að útliti sem efni. Á þetta bendir m. a. sú nýbrevtni, að láta hverju hefti, hér eftir, fylgja aukablað, með fallcgum myndum. Mun verða að myndum þessum hin mesta prýði, og er ég þakklátur fyrir þessa nýjung. Skemmtilegast væri auðvitað, að sumar af þessum myndum (einkum væntanlegar plöntumyndir) yrðu litprentaðar. Ein slik mynd á ári hverju myndi stórlega prýða ritið. Ég vænti góðs af þessum myndaseríum, en þær mega ekki verða til þess, að færri myndir verði hafðar á sjálfum lesmálssíðunum eftirleiðis en verið hefur, enda mun það ekki ætlunin. — En fjölbreytni Náttúrufræðingsins þarf enn að aukast. Ég tel t. d. að ritið geti ekki fullnægt hlutverki sínu (að fræða almenning) svo vel sé, nema þvf að- eins, að það flytji meira erlent efni en verið hefur. Vitanlega er mér ljóst, að Náttúru- fræðingurinn á fyrst og fremst að fjalla um fslenzka náttúrufræði. En sem „alþýðlegt fræðslurit" verður hann að skapa sér víðara sjónarsvið, ef svo má að orði komast. Hið fjölskrúðuga líf hitabeltisins — sólarlanda heimsins — er girnilegt tii fróðleiks. En hér er mikill skortur á heppilegum bókum, er veitt geti fróðleik þar um. Það væri því mjög æskilegt, að Náttúrufræðingurinn flytti öðru hverju greinar um ýmsar af hinum merk- ustu og einkennilegustu dýrategundum þessara landa og birti af þeim myndir. Sama máli gegnir um lífið í djúpum hafsins. Einnig þar er undramargt, sem gaman væri að fá upplýsingar og fræðandi greinar um. Ég held, að ef þessum málefnum væri gerð dá- lítil skil f ritinu, þá myndi það njóta enn meiri vinsælda meðal almennings en verið hefur.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.