Náttúrufræðingurinn - 1952, Qupperneq 35
BRÉF SENT NÁTTÚRUFRÆÐINGNUM
143
Þá teldi ág mjög æsl ilegt, að Náttúrufræðingurinn flytti einhverja fróðleiksmola úr
þróunarsögu lífsins. Það málefni er flestum málefnum öðrum mcrkilegra og tel ég víst,
að fleiri en mig fýsi, að því séu gerð einhver skil. Náttúrufræðingurinn hefur nálega
ekkert birt um það efni. Og fátt er um fróðleik af því tagi í íslenzkum bókum yfirleitt.
Má það t. d. furðulegt teljast, að hvergi í íslenzkum náttúrufræðiritum er getið um
ráneðlu þá, sem talin er að hafa verið ógurlegust allra dýra, setn jörðin hefur alið, og
á vísindamáli nefnist Tyrannosaurus. — Vil ég nú hér láta í Ijósi eindregna ósk mína
um það, að þér birtið í Náttúrufræðingnum mynd af voðadýri þessu, því að mér leik-
ur hugur á að vita, hvernig það muni hafa litið út.
Eitt af því, sem ég tel, að Náttúrtifræðingurinn ætti að leggja meiri áherzlu á en
gert hefur verið á síðari árum, er að fnrða lesendur sína um nýja fugla, sem öðru
hverju flækjast hingað til lands, og sömuleiðis um nýja fiska, sem finnast umhverfis
landið. Allir áhugamenn á þessu sviði vilja fá fregnir af slíkum nýjungum, og myndi
það tvímælalaust auka við vinsældir ritsins, ef það gerði því máli viðunandi skil. —
Plöntunýjungar allar eru einnig æskilegar, cn langa plöntulista frá einstökum lands-
hlutum tel ég, að eigi ekki að birta.
Skemmtileg tilbreytni væri það, að fá einstöku sinnum í Náttúrufræðingnum stjarn-
fræðilegar greinar, einkum á veturna. ,
Loks vænti ég ritgerðar fiá yður, um rannsóknir yðar á myndun og aldri Hverfjalls.
Eins og þér sjáið, hef ég hér að framan einkum rætt um þau atriði, sem ég tel, að
Náttúrufræðingurinn hafi sniðgengið um of. En hinu má þó ekki gleyma, að hann
hefur margt mjög vel gert, og flutt lesendum sínum geysimikinn fróðleik, sem þeir
hefðu óefað farið á mis við, ef hans hefði ekki notið við. Hann hefur líka jafnan verið
( höndum góðra manna, frá fyrstu tíð, og veit ég með vissu, að svo verður enn, meðan
hann er í yðar umsjá.
Vinsamlegast.
Eyþór Erlendsson, Helgastöðum i Biskupstungum.
LeiSinleg mistök
rn '
Þau leiðu mistök urðu við heftingu síðasta heftis Náttúrufræðingsins, að myndablað-
ið með fuglamyndum vantar í sum heftin, en í öðrum snýr myndablaðið öfugt. Þeir,
sem fengið liafa siík hcfti, eru vinsamlegast beðnir að tilkynna það afgreiðslu Náttúru-
fræðingsins, og verður þeim þá sent nýtt myndablað.