Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1953, Qupperneq 8

Náttúrufræðingurinn - 1953, Qupperneq 8
2 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN miklu stærra vatnsfall en Helliskvísl. Talið hefur verið, að um mest- an hluta íslands sé meðalafrennsli 50—80 lítrar á sekúndu af hverj- um km2, en norðan lands, þar sem minnst er úrkoma, 20—30 lítrar.1 Samkvæmt lægstu áætluninni (20 l/sek./km2) er afrennsli af 90 km2 svæði 1,8 m3 á sekúndu, en jafnvel það mun helzt til hátt áætlað um meðalrennsli Helliskvíslar í Svalaskarði. Er þá hugsanlegt, að úr- koma á Kringlunni sé enn minni en þar, sem hún hefur verið talin minnst á landinu? Engan veginn. Vegna hæðarinnar hlýtur úrkoma að vera þar langt umfram meðallag. Smæð Helliskvíslar að tiltölu við vatnasvið stafar ekki af úrkomuleysi, heldur af því, að berggrunnur- inn undir Kringlunni, sérstaklega móbergið, lekur vatni og veruleg- ur hluti úrkomunnar síast burt neðanjarðar. Austustu upptök Helliskvíslar eru í krikanum milli Dómadalsháls og Stórhöfða. Þaðan rennur lítil, nafnlaus kvísl norðvestur um gróið flatlendi. (Slikt graslendi á Landmannaafrétti er kallað fit, jafnvel þótt það liggi ekki að neinu vatni). Austan við Sátu rennur þessi kvísl saman við Kringlá, sem kemur sunnan að í mörgum kvíslum um víðáttumiklar fitjar. Klukkugilskvísl kemur vir Klukkugili, sem skilur Stórhöfða og Litlhöfða, og fellur stundum í Kringlá, en hefur stundum runnið sunnan við Langsátu vestur í Helliskvísl miklu neðar. Oft er hún sigin í aur, áður en hún nái að renna saman við annað vatn. Við austurenda Sátu bætist ánni enn nokkurt vatn um stutt- an ós úr Löðmundarvatni. En úr því nefnist hún Helliskvísl. Frá ósnum verðui’ stefna Helliskvíslar suðvestlæg um skeið, og rennur hún þar fyrst um mjótt sund milli Sátu og Hellisfjalls fram hjá Land- mannahelli, sem hún er kennd við, en siðan um fitjar og vikra, unz hún tekur í sig Rauðfossakvísl sunnan undir Sauðleysum. Allan þenna spöl er hún mjög lygn, breið milli bakka, en full af blautum sand- eyrum. Á ármótunum mun að jafnaði meira vatn í Rauðfossakvísl, og er vatnasvið hennar þó miklu minna en Helliskvislar. En það gerir gæfumuninn, að farvegur Rauðfossakvíslar er brattur og að líkind- um skár vatnsheldur en flatlendi Kringlunnar, svo að þar sígur minna niður. Auk þess kemur Rauðfossakvísl hærra að, úr Rauðfossafjöllum, þar sem meiri úrkomu er að vænta. Til skamms tíma voru upptök hennar undan litlum skriðjökli í hvilft gegnt norðaustri í hæsta fjall- 1) Sigurður Thoroddsen: Vandkraften og dens udnyttelse, erindi flutt á 6. nor- ræna raffræðingamótinu, Rvík 1952, prentað í Tímariti Verkfræðingafélags Islands, 1, hefti 1952,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.