Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 64
56
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
anir dr. Sigurðar Þórarinssonar. I einu atriði lít ég þó nokkuð öðrum
augum á málið en dr. Sigurður, þótt það sé ef til vill meira orða-
munur en eðlis, en það er á uppruna hólsins og hryggsins niðri í gíg-
skálinni. Tek ég hér sem næst orðrétt það, sem ég hef skrifað hjá mér
um þetta á staðnum:
Gígskál Hverfjalls er engan veginn eins regluleg og ætla mætti af
útliti fjallsins. Að sunnan eða suðvestan gengur öxl eða bunga inn í
skálina og í framhaldi af henni er allhár hryggur eða rani þvert yfir
skálina, er endar að norðan í stórum hól. Láta mun nærri, að hæð
hryggsins sé 15—20 m, en að hóllinn sé 30—40 m hár. Hryggurinn
og hóllinn skipta gígskálinni því nær í tvennt, og eru hlutarnir að-
eins samtengdir af mjórri rák norðan við hólinn. Hryggurinn og hóll-
inn eru úr mjög svipuðu efni og gíghringurinn, vikri og vikursandi
með nokkurri íblöndun af blágrýtismulningi.
Eftir að hafa komið niður í gíginn, er ég ekki í vafa um, að kenn-
ing Grossmanns er fjarstæða. Hólinn og hrygginn í Hverfjalli tel
ég þannig til orðna, að gígurinn er í Taun og veru tvöfaldur, gígopin
hafa verið tvö, sitt hvoru megin við hólinn. Vegna þess, hve nærri
þau liggja hvort öðru, verður gíghringurinn aðeins einn og víkur
lítið frá réttum hring; þó hefur einnig hlaðizt upp á milli gosopanna
hryggur, sem aldrei gat orðið hár, vegna þess, hve fjarlægðin milli
þeirra er lítil. Leifarnar af þessum skilvegg eru hryggurinn og hóll-
inn niðri í gígnum.
Þetta er ekkert einsdæmi. Viti við Kröflu eru tveir gígir, er að
nokkm renna saman, en þar hefur fjarlægðin milli gosopanna þó ver-
ið nokkru meiri og gosin missterk, svo gígirnir eru meira aðgreindir.
Kverkfjöll (Hveradalurinn).
1 bók minni um Ódáðahraun hef ég lýst hveradalnum í vestan-
verðum Kverkfjöllum, eins og hann kom mér fyrir sjónir sumarið
1941 (Ódáðahraun I, bls. 142—145 og II, bls. 186—188), og er sú
lýsing studd nokkrum ágætum myndum úr dalnum og umhverfi hans.
I áðurnefndri grein i 3. hefti Náttúrufræðingsins 1950, lýsir dr. Sig-
urður Þórarinsson þessum stöðvum nokkuð, eins og hann sá þær 12/8.
1946. Ég kom aftur á þessar slóðir 9. júlí 1946, eða röskum mánuði
áður en dr. Sigurður var þar, og með því að þá var allmikið öðruvísi
umhorfs í suðurenda dalsins, heldur en mánuði síðar, þykir mér rétt,
að lýsing á því, sem ég sá þarna, komi fram. Því miður mistókust
með öllu myndir, sem ég tók þarna, svo að þeirra verða engin not.