Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1953, Qupperneq 18

Náttúrufræðingurinn - 1953, Qupperneq 18
12 NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN sem vatn og vindur hefur borið í þá, svo að óviða sér þar á stein nema í brúnunum beggja vegna. Bílaslóðin inn að Haldi fylgir þess- ari lægð að endilöngu. Þegar ég kom fram í Leirdali, sá ég, að vatn kom hvítfyssandi austan úr Hekluhraunstotunni á vinstri hönd niður í dældina og fram eftir henni. Þetta var allmikill lækur og mjög gruggugur. Þótt- ist ég kenna, að þar væri Helliskvísl komin, og varð heldur forvitinn um afdrif hennar. Áttum við nú samleið fram Leirdali. En vatns- rennslið minnkaði óðum, eftir því sem neðar dró, og 1—2 km frá jaðri Hekluhraunsins var það allt horfið í sand. Farvegurinn var þó glöggur fram alla Leirdali og auðséð, að þar hafði runnið vatn fyrr um sumarið. Hinir sérkennilegu botngárar eftir rennandi vatn á sandi — afliðandi andstreymis, brattir forstreymis — voru enn óspjall- aðir af sandroki, en leirinn, sem setzt hafði til í lygnum, var sprung- inn í tigla af þurrki. Verksummerkin sýndu, að vatnið hafði dreifzt mjög um sandinn og víða kvíslazt. Ég hafði gætur á, hvort nokkurs staðar hefði runnið vestur úr lægðinni, í átt til Þjórsár. Svo var ekki, en sums staðar hefur vantað litið á. Verksummerkin eftir nýlegt vatnsrennsli voru glögg alveg fram að hraunnefi því, er gengur norðvestur úr Sölvahrauni (sem er Heklu- hraun) út á Þjórsárhraunið. En þar tóku þau mjög að óskýrast og hurfu örskammt suðvestur frá nefinu. Þeir rennslistaumarnir, sem lengst náðu, stefndu í vestur og enduðu í grjóti. Þangað hafði Hellis- kvísl komizt lengst þetta sumar, og mér er nær að halda, að hún hafi aldrei komizt lengra. Til þessa áfanga hafði hún sótt fram 28 km á 36 árum. Og hraðinn hafði yfirleitt farið ört vaxandi: Fyrsta árið (eftir gosið á Lambafit 1913) kyrrstaða, annað árið 1 km, næstu 16 ár aftur kyrrstaða, næstu 8 ár h. u. b. 6 km og síðustu 11 ár (fram til 1949) 21 km. Þarna frá hraunnefinu er mjög skammt til Þjórsár, aðeins um 1 km í vestur, en um 2,5 km til upptaka Ytri-Rangár í suðvestur. Ekkert benti til, að Helliskvísl mundi láta þarna staðar numið í fram- sókn sinni. — En hvort mundi hún lenda í Þjórsá eSa Rangá? Sú spurning tók nú allan huga minn. En ég fékk ekki ákveðið svar í þessari ferð. Veituskurðurinn mikli, Leirdalir, er þama á enda, og hraunið fram undan er flatt og grýtt. Jafnvel í björtu mundi erfitt án hallamælinga að sjá fyrir, hvora leiðina vatn mundi renna, en nú var komið miðnætti og rökkur. Ég
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.