Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 44

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 44
38 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Breta og Japana til að koma í veg fyrir frekari útrýmingu Pribyloff- selsins. Var þá samþykkt að hætta öllu seladrápi á hafi úti (pelagísk- um veiðum), en í stað þess skyldi veiðinni á eyjunum skipt milli hlut- aðeigandi þjóða eftir ákveðnum hlutföllum. Sem stendur eru Banda- ríkjamenn og Kanadamenn einir um veiðina, og fá Kanadamenn 20% hennar, en Bandaríkjamenn standast kostnaðinn af rannsóknum á lifnaðarháttum selsins, skipulagningu veiðanna samkvæmt niðurstöð- um vísindarannsóknanna og eftirliti með þeim. Eins og áður var getið, er skinn Pribyloffselsins mjög verðmætt, einkum skinn af kópum og ungsel. Fullverkað skinn af ungsel er nú 1000 króna virði. Það er því mikið í húfi, að selastofninn sé skynsam- lega nýttur, og það virðist Bandaríkjamönnum hafa tekizt, af árangr- inum að dæma. Pribyloffselurinn lifir í miklu fjölkvæni. Einn brimill getur annað allt að 200 urtum. Þar sem fæðist jafnt beggja kynja, er auðsætt, að drepa má mikið af ungum karldýrum, án þess að fjölgun stofnsins sé nokkur hætta búin, og þetta er einmitt það, sem gert er. Einungis karldýr yngri en þriggja ára eru drepin. Veiðitíminn er takmarkaður (aðalveiðitíminn frá 18. júní til 27. júlí). Veiðin er undir hinu strang- asta eftirliti. Hópur manns, sem sérstaklega er til þess þjálfaður, velur úr seli þá, sem drepa má, og rotar þá. Aðrir sjá um fláningu, og fá- um klukkustundum eftir að dýr hefur verið rotað, er skinnið komið til næsta þorps og í hendur þeirra, sem sjá um verkunina. Hver sel- ur, sem drepinn er, er mældur, og skráð er, hvar og hvenær hann hafi verið drepinn. Fullverkuðu skinnin eru öll seld á markaði í St. Louis í Missouri. Árlega eru nú drepnir um 70 þúsund selir á Pribyloffeyjum, og virðist selastofninn vera kominn í jafnvægi, því að samkvæmt talningu, sem af og til fer fram, hefur selatalan verið nær hin sama, um 2 milljónir, síðasta áratuginn. Saga selastofnsins á Pribyloffeyjum er gott dæmi um nytsemi skyn- samlegrar veiðilöggjafar og veiðieftirlits, sem byggt er á vísindaleg- um rannsóknum. Án eftirlits væri þessum selastofni nú að mestu út- rýmt. Nú gefur þessi litli, hrjóstrugi eyjaklasi árlega af sér verðmæti, er nema um 70 milljónum króna, án þess að gengið sé á kynstofninn, vegna þess að veiðin byggist á þekkingu á lifnaðarháttum selsins. Ef til vill gætum við eitthvað af þessu lært.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.