Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 60

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 60
52 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Lokinhamragígur suðvestan í Skálarfjalli. — The crater Lokinhamragígur. Ljósm. Jón Jónsson. mál að neðan. Sambandið milli hans og gígaraðarinnar er ekki fylli- lega ljóst. Ekki skal að svo stöddu gizkað á, hvenær Jjarna hefur gos- ið. Eftir ísöld hefur það verið, og ólíklegt þykir mér, að eldstöðvar þessar séu mjög gamlar. Vera má, að þarna hafi líka gosið oftar en einu sinni. Þykkt lag af basaltvikri og ösku er víða að sjá í hlíðun- um fyrir norðan Hálsa, og virðist það vera komið frá þessum eld- vörpum. Sennilega er því hægt að ákveða aldur gosstöðvanna með því að athuga öskulögin þar í kring. Ég gat þess áður, að bergið norðan við Lokinhamragig væri mjög sprungið, og sést það einnig á meðfylgjandi mynd. í þessu sambandi má geta þess, að stefna Hálsagígaraðarinnar er ekki fjærri stefnu Bunuhólasprungunnar sunnan við Hervararstaði, og það er því hugs- anlegt, að samband sé þar á milli. Eins og kunnugt er, er Rauðhóll nyrzti gígurinn í gígaröðinni við Hervararstaði. Af ytra útliti að dæma gætu báðar þessar eldstöðvar verið álíka gamlar. Hálsahraunið er allólíkt Skaftáreldahrauninu, en þó sérstaklega

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.