Náttúrufræðingurinn - 1953, Síða 63
Ólafur Jónsson:
Frá Hverfjalli til Kverkfjalla
Hverfjall er sem stendur á dagskrá í Náttúrufræðingnum, og lang-
ar mig til að leggja þar örlítið til málanna, er bæði má telja athuga-
semd og örlítinn viðauka við það, sem þegar hefur verið um það
fjall sagt. Auk’þess langar mig lil að víkja nokkuð að hveradalnum í
Kverkfjöllum, í sambandi við grein dr. Sigurðar Þórarinssonar i 3.
hefti Náttúrufræðingsins 1950. Ætlaði að gera það fyrir löngu, þótt
eigi hafi komizt i framkvæmd fyrr en nú.
Hverfjall.
1 ritgerð sinni um Hverfjall, í 3. hefti Náttúrufræðingsins 1952,
kemst dr. Sigurður Þórarinsson svo að orði, eftir að hafa rakið kenn-
ingu Grossmanns um hólinn í Hverfjallsgígnum: „Þessa skoðun Gross-
manns aðhyllist Ólafur Jónsson i riti sínu um Ódáðahraun (annað
bindi, bls. 175—176)“.
Ég skal játa, að af framsetningu minni má draga þessa ályktun.
Það mun þó hafa verið meining min, þegar ég reit þetta, að leggja
engan dóm á kenningu Grossmanns um gerð hólsins, en hins vegar
aðhyllast skýringu Grossmanns á því, hvers vegna margir gamlir
gíghringir, sem mikið eru orðnir eyddir, eru hæstir að sunnan og
norðan, einkum þó að sunnan, en hún er sú, að þar situr hjarn og
frost lengst, og þess vegna eyðast gíghringirnir þar minnst. Nóg um
það. Ég gat ekki skapað mér neina skoðun á hólnum í Hverfjalli,
fyrr en löngu eftir að ég reit Ódáðahraun, því ég skoðaði fjallið ekki
að ráði og kom ekki niður í gígskálina fyrr en 18/6 1949, eða eftir
að prófessor Trausti Einarsson hafði skrifað sína giæin um fjallið í
3. hefti Náttúrufræðingsins 1948.
Ekki skal ég hér rekja þessa ferð mína eða þær athuganir, sem ég
gerði, en vil aðeins geta þess, að skoðanir mínar á uppruna fjallsins,
eftir þessa ferð, féllu í öllum meginatriðum í sama farveg og álykt-