Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 65

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 65
FRÁ HVERFJALLI TIL KVERKFJALLA 57 VatnitS suSvestast í hveradalrtum í Kverkfjöllum 1941, sem var horfiS í júlí 1946. Ljósm. Ól. lónsson 1941. Ferðafélagi minn i þessari ferð var Jón Sigurgeirsson, lögregluþjónn á Akureyri. Við komum upp á fjöllin rétt vestan við kverkina, gengum svo suð- vestur háfjallið að trektlöguðu hvilftinni austur af enda gjádalsins. Allt var þarna með líkum ummerkjum og 1941, þó var nýsnævi nú meira á jöklinum og sprungurnar umhverfis hvilftina þvi ógreinilegri. Engin gufa sást þarna til merkis um þann yl, sem viðheldur þessari sérkennilegu hvilft þarna í jöklinum. í suðvesturenda gjádalsins var mikil breyting orðin. Tjörnin var horfin með öllu. Hún virtist hafa verið um 20 m djúp, þegar vatns- staðan var hæst. Nú var allt tjarnarstæðið þakið þykkum, gráum, vot- um og límkenndum leir. Mikið hitaútstreymi var hér og þar í tjarn- arstæðinu, einkum meðfram móbergslmj úknum að suðaustan. Þar var dálítill goshver, sem skvetti vatninu í um tveggja metra hæð, og tveir stórir leirhverir. Heitt vatn kom sunnan undan ísveggnum og rann norður í tjarnarstæðið og hvarf þar niður. ísveggurinn talsvert sprung-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.